Brotist inn og íbúðin lögð í rúst: „Maður er svo berskjaldaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 12:18 Andrea Sif Hilmarsdóttir segir að sér finnist sárast að búið var að rústa módelinu sem hú gerði af deiliskipulagi í Reykjanesbæ. Andrea Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira