Flokkur fólksins vill Karl Gauta og Ólaf frá Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 19:01 Karl Gauti (t.v.) og Ólafur (t.h.) hreyfðu ekki mótmælum þegar þingmenn Miðflokksins jusu fúkyrðum yfir Ingu Sæland, formann flokks þeirra. Vísir/Vilhelm Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að konan með kveikjarann gangi laus Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að konan með kveikjarann gangi laus Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Sjá meira
Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32