Gunnar Bragi segir pólitíska inneign sína laskaða Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 22:03 Gunnar Bragi Sveinsson var í viðtali í Kastljósi í kvöld. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56