Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 13:30 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35