Vilja leita allra leiða til að fá tæplega fimmtug hjón borin út úr blokk ætlaðri fimmtíu ára og eldri Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2018 16:59 Fundarboðið hefur farið víða á Facebook. Vísir/Facebook/Ja.is Næstkomandi miðvikudag fer fram nokkuð umdeildur húsfundur í Grindavík þar sem rætt verður hvort þremur íbúum verður vísað úr fjölbýlishúsinu að Suðurhópi 1 fyrir það að vera ekki orðin fimmtíu ára gömul. Fundarboðið hefur gengið um Facebook og málið hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum, sér í lagi sökum þess að öðrum af eigendum íbúðarinnar barst fundarboðið degi fyrir útför bróður hans. Um er að ræða hjón og son þeirra. Maðurinn, Ingvar Guðjónsson, verður fimmtíu ára á næsta ára og eiginkona hans Steinunn Óskarsdóttir verður fimmtíu ára í september næstkomandi. Nítján ára piltur þeirra býr hjá þeim og verður honum einnig vísað úr blokkinni fari svo að málið verði tekið alla leið af húsfélaginu.Vilja að lögmanni verði falið að leita allra leiða Á húsfundinum verður borin upp sú tillaga að fela hæstaréttarlögmanninum Auði Björgu Jónsdóttur að gæta hagsmuna húsfélagsins vegna kaupa Ingvar og Steinunnar á íbúð í húsinu vegna þess að hjónin eru ekki orðin 50 ára gömul. Er það sagt brjóta gegn kvöð samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og húsreglum. Það sama eigi við um dvöl sonar þeirra í íbúðinni. Verði tillagan samþykkt skal lögmanninum falið að leita allra leiða til að skylda viðkomandi aðila til að rýma eignina og selja hana, eða fá þau borin út með atbeina dómstóla og sýslumanns ef þörf krefur. Þá verður einnig borin upp sú tillaga að leggja bann við búsetu og dvöl Ingvars og Steinunnar og sonar þeirra í húsinu á grundvelli 55. greinar fjöleignarhúsalaga því afnot þeirra sé brot gegn húsreglum og eignaskiptayfirlýsingu hússins.Fordæmi fyrir málinu Auður Björg segir í samtali við Vísi að málið eigi sér fordæmi í öðrum sambærilegum málum, sem til að mynda hafa farið fyrir kærunefnd húsamála. Þar er til að mynda að finna eitt mál þar sem eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi, sem er ætlað fimmtíu ára og eldri, væri bannað að leiga út eða lána íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Í öðru máli var eiganda einnig óheimil að lána eða leigja út íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Auður bendir á að málið sé á algjöru byrjunarstigi og geti allt eins farið svo að tillagan verði felld á húsfundinum á miðvikudag. Ef málið hins vegar fer alla leið geti farið svo að það fari til úrskurðar hjá héraðsdómi. Ef héraðsdómur fellst á útburð þá sé hægt að leita til sýslumanns til að fá þeim úrskurði framfylgt.Vissulega óheppileg tímasetning Auður segir jafnframt við Vísi að í sölulýsingu á eigninni hafi komið skýrt fram að hún var aðeins ætluð fimmtíu ára og eldri. Gagnrýnt hefur verið á samfélagsmiðlum að Ingvari hafi borist fundarboðið degi fyrir útför bróður síns, en Auður segir tímasetninguna vissulega óheppilega og stjórnarmönnum þótti það mjög miður þegar þeir komust að þeim harmi sem Ingvar hafði orðið fyrir. Auður segir hins vegar að málið sé ekki að koma upp fyrst núna, það hafi verið rætt áður á húsfundi og tilkynning hafi verið send á seljanda með ábyrgðarpósti fyrir sölu og bæði fasteignasala og kaupanda hafi verið bent á það. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Næstkomandi miðvikudag fer fram nokkuð umdeildur húsfundur í Grindavík þar sem rætt verður hvort þremur íbúum verður vísað úr fjölbýlishúsinu að Suðurhópi 1 fyrir það að vera ekki orðin fimmtíu ára gömul. Fundarboðið hefur gengið um Facebook og málið hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum, sér í lagi sökum þess að öðrum af eigendum íbúðarinnar barst fundarboðið degi fyrir útför bróður hans. Um er að ræða hjón og son þeirra. Maðurinn, Ingvar Guðjónsson, verður fimmtíu ára á næsta ára og eiginkona hans Steinunn Óskarsdóttir verður fimmtíu ára í september næstkomandi. Nítján ára piltur þeirra býr hjá þeim og verður honum einnig vísað úr blokkinni fari svo að málið verði tekið alla leið af húsfélaginu.Vilja að lögmanni verði falið að leita allra leiða Á húsfundinum verður borin upp sú tillaga að fela hæstaréttarlögmanninum Auði Björgu Jónsdóttur að gæta hagsmuna húsfélagsins vegna kaupa Ingvar og Steinunnar á íbúð í húsinu vegna þess að hjónin eru ekki orðin 50 ára gömul. Er það sagt brjóta gegn kvöð samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og húsreglum. Það sama eigi við um dvöl sonar þeirra í íbúðinni. Verði tillagan samþykkt skal lögmanninum falið að leita allra leiða til að skylda viðkomandi aðila til að rýma eignina og selja hana, eða fá þau borin út með atbeina dómstóla og sýslumanns ef þörf krefur. Þá verður einnig borin upp sú tillaga að leggja bann við búsetu og dvöl Ingvars og Steinunnar og sonar þeirra í húsinu á grundvelli 55. greinar fjöleignarhúsalaga því afnot þeirra sé brot gegn húsreglum og eignaskiptayfirlýsingu hússins.Fordæmi fyrir málinu Auður Björg segir í samtali við Vísi að málið eigi sér fordæmi í öðrum sambærilegum málum, sem til að mynda hafa farið fyrir kærunefnd húsamála. Þar er til að mynda að finna eitt mál þar sem eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi, sem er ætlað fimmtíu ára og eldri, væri bannað að leiga út eða lána íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Í öðru máli var eiganda einnig óheimil að lána eða leigja út íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Auður bendir á að málið sé á algjöru byrjunarstigi og geti allt eins farið svo að tillagan verði felld á húsfundinum á miðvikudag. Ef málið hins vegar fer alla leið geti farið svo að það fari til úrskurðar hjá héraðsdómi. Ef héraðsdómur fellst á útburð þá sé hægt að leita til sýslumanns til að fá þeim úrskurði framfylgt.Vissulega óheppileg tímasetning Auður segir jafnframt við Vísi að í sölulýsingu á eigninni hafi komið skýrt fram að hún var aðeins ætluð fimmtíu ára og eldri. Gagnrýnt hefur verið á samfélagsmiðlum að Ingvari hafi borist fundarboðið degi fyrir útför bróður síns, en Auður segir tímasetninguna vissulega óheppilega og stjórnarmönnum þótti það mjög miður þegar þeir komust að þeim harmi sem Ingvar hafði orðið fyrir. Auður segir hins vegar að málið sé ekki að koma upp fyrst núna, það hafi verið rætt áður á húsfundi og tilkynning hafi verið send á seljanda með ábyrgðarpósti fyrir sölu og bæði fasteignasala og kaupanda hafi verið bent á það.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira