Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 20:30 Eftir að lög nr. 130/2016 tóku gildi í júlí í fyrra hafa laun forstjóra ríkisfyrirtækja í flestum tilfellum hækkað. Flutningur undan kjararáði hafði þó engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka sem hafði um 4,8 milljónir í mánaðarlaun árið 2017. *bláa súlan sýnir laun eftir gildistöku laganna. Vísir/Hlynur Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta má ráða af svari efnahags- og fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um laun forstjóra átta fyrirtækja í eigu ríkisins sem birt var á föstudaginn. Síðan ákvörðun launa fluttist frá kjararáði þann 1. júlí 2017 hafa aðeins laun forstjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, lækkað eða um 16%. Minnst var hækkunin hjá forstjóra Orkubús Vestfjarða eða 2% og forstjóra Rarik, 6%. Þá hækkuðu laun forstjóra Íslandspósts um 25% og Isavia um 36%. Mest hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans, eða um 56% og forstjóra Landsvirkjunar sem hækkuðu um 58%. Flutningur frá kjararáði hafði engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka en þau voru rúmar 4,8 milljónir árið 2017 sem er lækkun frá árinu á undan. Til samanburðar hefur launavísitala í landinu hækkað um 6,3% undanfarna 12 mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í framhaldi af því að lögum um kjararáð var breytt beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna félaganna, með bréfi dagsettu 6. janúar 2017, „að félög í eigu ríkisins skuli setja sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu.“ Þessum tilmælum hefur ekki verið farið eftir að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Hann segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum.Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.VÍSIR/VILHELM„Það er alveg greinilegt að hvorki er vilji eða áhugi ráðherranna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu eftir, hvað þá þeirra stjórnarmanna sem þar sitja að fara eftir þessu. Og þess vegna er þetta bara mjög alvarleg staða sem að er uppi í vinnumálum, það hlýtur með einum eða öðrum hætti að hafa mikil áhrif þegar samningar losna í vetur,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. „Það getur ekki verið þannig að í þessu landi búi tvær þjóðir yfirvaldið og almenningur. Þannig viljum við ekki hafa það og þannig ætlum við ekki að hafa það.“Ráðherra segir hækkanir krefjast skýringa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mestu hækkanirnar, í tilfellum Landsbankans og Landsvirkjunar þar sem laun hækkuðu um 56 og 58%, krefjast skýringa. „Stjórnir opinberra fyrirtækja verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Hún felst meðal annars í því að búa þannig um launakjör forstjóra ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja að það samræmist launaþróun á almennum markaði, að ríkið sé ekki leiðandi og einstakar ákvarðanir séu ekki til þess fallnar að setja kjaramál í víðum skilningi í uppnám,“ segir Bjarni. „Mér finnst auðvitað þessi tala sem þú nefnir vera alveg gríðarlega há og það kallar á skýringar.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta má ráða af svari efnahags- og fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um laun forstjóra átta fyrirtækja í eigu ríkisins sem birt var á föstudaginn. Síðan ákvörðun launa fluttist frá kjararáði þann 1. júlí 2017 hafa aðeins laun forstjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, lækkað eða um 16%. Minnst var hækkunin hjá forstjóra Orkubús Vestfjarða eða 2% og forstjóra Rarik, 6%. Þá hækkuðu laun forstjóra Íslandspósts um 25% og Isavia um 36%. Mest hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans, eða um 56% og forstjóra Landsvirkjunar sem hækkuðu um 58%. Flutningur frá kjararáði hafði engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka en þau voru rúmar 4,8 milljónir árið 2017 sem er lækkun frá árinu á undan. Til samanburðar hefur launavísitala í landinu hækkað um 6,3% undanfarna 12 mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í framhaldi af því að lögum um kjararáð var breytt beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna félaganna, með bréfi dagsettu 6. janúar 2017, „að félög í eigu ríkisins skuli setja sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu.“ Þessum tilmælum hefur ekki verið farið eftir að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Hann segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum.Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.VÍSIR/VILHELM„Það er alveg greinilegt að hvorki er vilji eða áhugi ráðherranna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu eftir, hvað þá þeirra stjórnarmanna sem þar sitja að fara eftir þessu. Og þess vegna er þetta bara mjög alvarleg staða sem að er uppi í vinnumálum, það hlýtur með einum eða öðrum hætti að hafa mikil áhrif þegar samningar losna í vetur,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. „Það getur ekki verið þannig að í þessu landi búi tvær þjóðir yfirvaldið og almenningur. Þannig viljum við ekki hafa það og þannig ætlum við ekki að hafa það.“Ráðherra segir hækkanir krefjast skýringa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mestu hækkanirnar, í tilfellum Landsbankans og Landsvirkjunar þar sem laun hækkuðu um 56 og 58%, krefjast skýringa. „Stjórnir opinberra fyrirtækja verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Hún felst meðal annars í því að búa þannig um launakjör forstjóra ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja að það samræmist launaþróun á almennum markaði, að ríkið sé ekki leiðandi og einstakar ákvarðanir séu ekki til þess fallnar að setja kjaramál í víðum skilningi í uppnám,“ segir Bjarni. „Mér finnst auðvitað þessi tala sem þú nefnir vera alveg gríðarlega há og það kallar á skýringar.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00