Synjun Kjararáðs ekki í samræmi við lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá húsakynnum Kjararáðs, við Skuggasund 3. F VÍSIR/E.ÓL. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00
Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00