„Þarna er lagt upp með að þar skipti máli að borgin leggi til húsnæði fyrir þá dagforeldra. Það getur aukið mjög öryggi foreldra fyrir þjónustunni.“
Hópurinn sem var undir formennsku Þórlaugar B. Ágústsdóttur hefur einnig lagt til að niðurgreiðslur til dagforeldra hækki í áföngum þannig að kostnaður foreldra verði sambærilegri við það ef barn væri á leikskóla. Í fyrsta áfanga hækki niðurgreiðslurnar um 25 prósent eða um 13.768 krónur á mánuði.
Einnig leggur starfshópurinn til að innleiddur verði 200.000 kr. árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra til að mæta kostnaði þeirra vegna húsnæðis og aðbúnaðar í starfsemi þeirra. Til að ýta undir nýliðun í starfsstéttinni og til að mæta kostnaði vegna aðlögunar á húsnæði og kaupa á nauðsynlegum aðbúnaði vegna starfseminnar verði greiddur stofnstyrkur til dagforeldra að upphæð 300.000 kr. á ári. Þetta er á meðal þeirra tillagna sem lagðar eru fram en nú fer fram kastnaðarmat og forgangsröðun á tillögum.
„Allt eru þetta hlutir sem myndu renna styrkari stoðum undir starfsemina,“ segir Skúli. „Kannanir sýna að sumir foreldrar með mjög ung börn kjósa þessa starfsemi frekar en leikskóladvöl þó svo að meirihluti foreldra sé enn þeirrar skoðunar að leikskólavist sé fyrsti kostur.“