Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 08:53 Myndin er ekki sú sumarlegasta en engu að síður að einhverju leyti lýsandi fyrir sumarið í Reykjavík. vísir/vilhelm Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. Er úrkoman sú mesta sem vitað er um sömu vikur en næstu tölur eru 250 millimetrar árið 2014 annars vegar og 1887 hins vegar. Þá hafa aðeins mælst 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um þessar fyrstu fjórtán vikur sumar, þó að það sé ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1014 og 1984. Frá þessu greinir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, veðurfræðingur, á vefsíðu sinni Hungurdiskum en þar fer hann yfir tíðarfarið á landinu það sem af er sumri. 15. vika sumars hefst í dag en að því er fram kemur í skrifum Trausta urðu mikil umskipti í tíðarfarinu skömmu eftir sumardaginn fyrsta og hefur það haldist að mestu leysti svipað síðan þá.Hlýindin á Austurlandi óvenjuleg Þannig hefur „óvenjulegt sólarleysi verið ríkjandi um landið suðvestanvert með miklum úrkomum og nokkuð svölu veðri, en hlýindi hafa gengið norðaustan- og austanlands. Úrkoma hefur þar þó verið mjög mismikil - sums staðar furðumikil, en annars staðar minni,“ segir Trausti. Hann segir að hlýindin sem verið hafa á Austfjörðum teljist óvenjuleg: „Meðalhiti fyrstu 14 vikur sumars á Dalatanga er 7,5 stig, 0,5 stigum ofar en það hlýjasta til þessa þar um slóðir að minnsta kosti frá 1949 að telja. (Ritstjórinn hefur enn ekki reiknað daglegan meðalhita á Dalatanga 1939 til 1948 - skammast sín fyrir - en gerir það vonandi í framtíðinni). Það sem af er júlí hefur þó heldur slegið á hitavikin jákvæðu eystra - enda áttin orðin ívið suðlægari og jafnvel suðaustlægari en var fram að því. Í Reykjavík hefur aftur á móti verið heldur svalt, meðalhiti þar fyrstu 14 vikur sumars er aðeins 7.7 stig. Ómarktækt kaldara (7,6 stig) var á sama tíma 2015, en síðan þarf að fara aftur til 1993 til að finna jafnlágan meðalhita fyrstu 14 sumarvikurnar - á eldri tíð er slæðingur af lægri tölum. Úrkoman hefur hins vegar verið óvenjulegri, mælst hafa rúmlega 300 mm í Reykjavík vikurnar fjórtán, það mesta sem vitað er um sömu vikur - næstu tölur eru um 250 mm, 2014 og 1887. Svipað er að segja um sólarleysið. Aðeins mældust 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um fyrstu 14 vikur sumars - en ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1914 og 1984,“ segir í færslu Trausta sem hann lýkur á þeim góðu tíðindum að hlýrri dagar séu framundan en þeir verði þó varla þurrir: „Langtímareikningar sýna engar marktækar breytingar á veðurlagi á næstunni - og þó lengri framtíð sé auðvitað fullkomlega frjáls er það samt þannig að júlí og ágúst spyrða sig oftar saman hvað veðurlag varðar heldur en aðrir almanaksmánuðir - þeir einu reyndar sem sýna einhvern marktækan samvinnuvott,“ segir Trausti. Veður Tengdar fréttir Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. Er úrkoman sú mesta sem vitað er um sömu vikur en næstu tölur eru 250 millimetrar árið 2014 annars vegar og 1887 hins vegar. Þá hafa aðeins mælst 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um þessar fyrstu fjórtán vikur sumar, þó að það sé ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1014 og 1984. Frá þessu greinir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, veðurfræðingur, á vefsíðu sinni Hungurdiskum en þar fer hann yfir tíðarfarið á landinu það sem af er sumri. 15. vika sumars hefst í dag en að því er fram kemur í skrifum Trausta urðu mikil umskipti í tíðarfarinu skömmu eftir sumardaginn fyrsta og hefur það haldist að mestu leysti svipað síðan þá.Hlýindin á Austurlandi óvenjuleg Þannig hefur „óvenjulegt sólarleysi verið ríkjandi um landið suðvestanvert með miklum úrkomum og nokkuð svölu veðri, en hlýindi hafa gengið norðaustan- og austanlands. Úrkoma hefur þar þó verið mjög mismikil - sums staðar furðumikil, en annars staðar minni,“ segir Trausti. Hann segir að hlýindin sem verið hafa á Austfjörðum teljist óvenjuleg: „Meðalhiti fyrstu 14 vikur sumars á Dalatanga er 7,5 stig, 0,5 stigum ofar en það hlýjasta til þessa þar um slóðir að minnsta kosti frá 1949 að telja. (Ritstjórinn hefur enn ekki reiknað daglegan meðalhita á Dalatanga 1939 til 1948 - skammast sín fyrir - en gerir það vonandi í framtíðinni). Það sem af er júlí hefur þó heldur slegið á hitavikin jákvæðu eystra - enda áttin orðin ívið suðlægari og jafnvel suðaustlægari en var fram að því. Í Reykjavík hefur aftur á móti verið heldur svalt, meðalhiti þar fyrstu 14 vikur sumars er aðeins 7.7 stig. Ómarktækt kaldara (7,6 stig) var á sama tíma 2015, en síðan þarf að fara aftur til 1993 til að finna jafnlágan meðalhita fyrstu 14 sumarvikurnar - á eldri tíð er slæðingur af lægri tölum. Úrkoman hefur hins vegar verið óvenjulegri, mælst hafa rúmlega 300 mm í Reykjavík vikurnar fjórtán, það mesta sem vitað er um sömu vikur - næstu tölur eru um 250 mm, 2014 og 1887. Svipað er að segja um sólarleysið. Aðeins mældust 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um fyrstu 14 vikur sumars - en ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1914 og 1984,“ segir í færslu Trausta sem hann lýkur á þeim góðu tíðindum að hlýrri dagar séu framundan en þeir verði þó varla þurrir: „Langtímareikningar sýna engar marktækar breytingar á veðurlagi á næstunni - og þó lengri framtíð sé auðvitað fullkomlega frjáls er það samt þannig að júlí og ágúst spyrða sig oftar saman hvað veðurlag varðar heldur en aðrir almanaksmánuðir - þeir einu reyndar sem sýna einhvern marktækan samvinnuvott,“ segir Trausti.
Veður Tengdar fréttir Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29