Svik við Vestfirðinga af verstu sort í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2018 14:30 Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórn Ísafjarðar gagnrýnir Alþingi og ríkisstjórn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um uppbyggingu þjóðvegarins um Dynjandisheiði í ályktun sem samþykkt var samhljóða, með níu atkvæðum gegn engu, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016, átti að verja samtals 850 milljónum króna til framkvæmda á Dynjandisheiði á árunum 2017 og 2018. Ekki var staðið við þau áform í fjárlögum Alþingis. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega seinagangi í hönnun og undirbúningi vegna lagningar nýs vegar yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar, Dynjanda og Bíldudals,” segir í ályktuninni.Forystumenn núverandi ríkisstjórnar. Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016.Mynd/Stöð 2.„Telur bæjarstjórn sérstaklega ámælisvert að ekki hafi verið sett til hliðar fjármagn á árinu 2018 til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, líkt og gildandi samgönguáætlun mælir þó fyrir um. Vegurinn um heiðina mun leysa af hólmi 60 ára gamlan moldarveg. Þessi vinnubrögð eru áfellisdómur yfir aðkomu Alþingis að frágangi fjárlaga yfirstandandi árs. Alla tíð hefur legið fyrir að vegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg eru nauðsynleg forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist Vestfirðingum sem samgöngubót, enda hefur það jafnan verið óumdeild krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum að þessir vegir verði tilbúnir þegar kemur að verklokum jarðganganna. Það væru svik af verstu sort við Vestfirðinga ef ekki verður tenging milli svæða á Vestfjörðum allt árið um kring, nú þegar langþráð markmið um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafa loksins náðst. Einnig þýddi það að fresta ætti nýtingu þeirrar miklu fjárfestingar sem göngin eru um nokkur ár, með tilheyrandi lækkun á arðsemi þeirra,” segir bæjarstjórn Ísafjarðar. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði lýsti því mati sínu síðastliðið sumar hér í frétt Stöðvar 2 að nýr vegur yfir Dynjandisheiði yrði betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðar gagnrýnir Alþingi og ríkisstjórn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um uppbyggingu þjóðvegarins um Dynjandisheiði í ályktun sem samþykkt var samhljóða, með níu atkvæðum gegn engu, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016, átti að verja samtals 850 milljónum króna til framkvæmda á Dynjandisheiði á árunum 2017 og 2018. Ekki var staðið við þau áform í fjárlögum Alþingis. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega seinagangi í hönnun og undirbúningi vegna lagningar nýs vegar yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar, Dynjanda og Bíldudals,” segir í ályktuninni.Forystumenn núverandi ríkisstjórnar. Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016.Mynd/Stöð 2.„Telur bæjarstjórn sérstaklega ámælisvert að ekki hafi verið sett til hliðar fjármagn á árinu 2018 til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, líkt og gildandi samgönguáætlun mælir þó fyrir um. Vegurinn um heiðina mun leysa af hólmi 60 ára gamlan moldarveg. Þessi vinnubrögð eru áfellisdómur yfir aðkomu Alþingis að frágangi fjárlaga yfirstandandi árs. Alla tíð hefur legið fyrir að vegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg eru nauðsynleg forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist Vestfirðingum sem samgöngubót, enda hefur það jafnan verið óumdeild krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum að þessir vegir verði tilbúnir þegar kemur að verklokum jarðganganna. Það væru svik af verstu sort við Vestfirðinga ef ekki verður tenging milli svæða á Vestfjörðum allt árið um kring, nú þegar langþráð markmið um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafa loksins náðst. Einnig þýddi það að fresta ætti nýtingu þeirrar miklu fjárfestingar sem göngin eru um nokkur ár, með tilheyrandi lækkun á arðsemi þeirra,” segir bæjarstjórn Ísafjarðar. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði lýsti því mati sínu síðastliðið sumar hér í frétt Stöðvar 2 að nýr vegur yfir Dynjandisheiði yrði betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði.
Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15