Svik við Vestfirðinga af verstu sort í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2018 14:30 Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórn Ísafjarðar gagnrýnir Alþingi og ríkisstjórn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um uppbyggingu þjóðvegarins um Dynjandisheiði í ályktun sem samþykkt var samhljóða, með níu atkvæðum gegn engu, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016, átti að verja samtals 850 milljónum króna til framkvæmda á Dynjandisheiði á árunum 2017 og 2018. Ekki var staðið við þau áform í fjárlögum Alþingis. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega seinagangi í hönnun og undirbúningi vegna lagningar nýs vegar yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar, Dynjanda og Bíldudals,” segir í ályktuninni.Forystumenn núverandi ríkisstjórnar. Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016.Mynd/Stöð 2.„Telur bæjarstjórn sérstaklega ámælisvert að ekki hafi verið sett til hliðar fjármagn á árinu 2018 til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, líkt og gildandi samgönguáætlun mælir þó fyrir um. Vegurinn um heiðina mun leysa af hólmi 60 ára gamlan moldarveg. Þessi vinnubrögð eru áfellisdómur yfir aðkomu Alþingis að frágangi fjárlaga yfirstandandi árs. Alla tíð hefur legið fyrir að vegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg eru nauðsynleg forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist Vestfirðingum sem samgöngubót, enda hefur það jafnan verið óumdeild krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum að þessir vegir verði tilbúnir þegar kemur að verklokum jarðganganna. Það væru svik af verstu sort við Vestfirðinga ef ekki verður tenging milli svæða á Vestfjörðum allt árið um kring, nú þegar langþráð markmið um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafa loksins náðst. Einnig þýddi það að fresta ætti nýtingu þeirrar miklu fjárfestingar sem göngin eru um nokkur ár, með tilheyrandi lækkun á arðsemi þeirra,” segir bæjarstjórn Ísafjarðar. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði lýsti því mati sínu síðastliðið sumar hér í frétt Stöðvar 2 að nýr vegur yfir Dynjandisheiði yrði betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðar gagnrýnir Alþingi og ríkisstjórn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um uppbyggingu þjóðvegarins um Dynjandisheiði í ályktun sem samþykkt var samhljóða, með níu atkvæðum gegn engu, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016, átti að verja samtals 850 milljónum króna til framkvæmda á Dynjandisheiði á árunum 2017 og 2018. Ekki var staðið við þau áform í fjárlögum Alþingis. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega seinagangi í hönnun og undirbúningi vegna lagningar nýs vegar yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar, Dynjanda og Bíldudals,” segir í ályktuninni.Forystumenn núverandi ríkisstjórnar. Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016.Mynd/Stöð 2.„Telur bæjarstjórn sérstaklega ámælisvert að ekki hafi verið sett til hliðar fjármagn á árinu 2018 til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, líkt og gildandi samgönguáætlun mælir þó fyrir um. Vegurinn um heiðina mun leysa af hólmi 60 ára gamlan moldarveg. Þessi vinnubrögð eru áfellisdómur yfir aðkomu Alþingis að frágangi fjárlaga yfirstandandi árs. Alla tíð hefur legið fyrir að vegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg eru nauðsynleg forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist Vestfirðingum sem samgöngubót, enda hefur það jafnan verið óumdeild krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum að þessir vegir verði tilbúnir þegar kemur að verklokum jarðganganna. Það væru svik af verstu sort við Vestfirðinga ef ekki verður tenging milli svæða á Vestfjörðum allt árið um kring, nú þegar langþráð markmið um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafa loksins náðst. Einnig þýddi það að fresta ætti nýtingu þeirrar miklu fjárfestingar sem göngin eru um nokkur ár, með tilheyrandi lækkun á arðsemi þeirra,” segir bæjarstjórn Ísafjarðar. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði lýsti því mati sínu síðastliðið sumar hér í frétt Stöðvar 2 að nýr vegur yfir Dynjandisheiði yrði betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði.
Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15