Orðrómur skapaðist á samfélagmiðlum í dag um kæruna en Lana staðfesti þetta á Twitter síðu sinni í kvöld.
„Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ segir hún.
It's true about the lawsuit. Although I know my song wasn't inspired by Creep, Radiohead feel it was and want 100% of the publishing - I offered up to 40 over the last few months but they will only accept 100. Their lawyers have been relentless, so we will deal with it in court.
— Lana Del Rey (@LanaDelRey) January 7, 2018
Radiohead viðurkenndi á sínum tíma að hafa samið lagið innblásnir af laginu „All I need is the air the I breathe“ með The Hollies frá áttunda áratugnum. Komust sveitirnar að samkomulagi um að skipta með sér ágóða vegna lagsins.
Hægt er að hlusta á lögin hér að neðan.
Dæmi hver fyrir sig hvort Lana hafi stolið einu frægasta lagi tíunda áratugarins.