„Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2018 15:24 Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. Viðreisn „Það er of dýrt að búa á Íslandi og við sjáum það í öllum alþjóðlegum samanburði að hér eru húsnæðisvextir – og vextir almennt – í hæstu hæðum,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar í upphafi blaðamannafundar flokksins sem haldinn var í morgun. Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. Það sem bar hæst voru umbætur á peningamálastefnu landsins, sanngjarnt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum, afnám samkeppnisundanþága í landbúnaði, samkeppni á markaði, fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins og neytendamál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði gjaldmiðil þjóðarinnar að umfjöllunarefni á fundinum og sýndi myndir af ótal fyrirtækjum sem „væru að sligast undan óhagstæðum skilyrðum.“ „Á hverjum degi hafa poppað upp fréttir sem minna okkur á af hverju það er dýrt að búa á Íslandi – en það talar enginn um þetta,“ sagði Þorgerður. Krónan væri einfaldlega of dýr í rekstri. Þorsteinn tók í sama streng og sagði að þetta væri orðið fullreynt með Krónuna og núverandi fyrirkomulag peningamála. Matvælaverð væri mun hærra hérlendis í samanburði við nágrannalöndin. „Við þurfum að taka á efnahagsmálunum, við þurfum að hætta eyðslustefnu stjórnmálamanna því efnahagsstefna stjórnmálamanna hingað til hefur bara einfaldlega verið að eyða þeim krónum sem koma í kassann. Það er engin fyrirhyggja, þessu verðum við að breyta og við verðum að lækka kostnaðinn af því búa hérna. Þetta er íslenska sveiflan; sveiflukóngurinn.“Þorsteinn segir stjórnmálamenn þurfa að axla ábyrgð á sveiflukenndu hagkerfi.ViðreisnÞorsteinn segir blikur á lofti í íslensku hagkerfi. „Við erum að sjá öll hættumerki um dæmigert ofris í íslensku hagkerfi en við höfum gert þetta á tíu ára fresti allan fullveldistímann. Þetta eru ekki ný sannindi, það eru hins vegar stjórnmálin sem bara neitað að læra af þessu.“ „Með öll þau varnaðarorð sem við höfum að baki eftir síðasta hrun varðandi áhrif Krónunnar, varðandi áhrif ríkisfjármálanna þar á, það má segja í raun að hér sé bara hreinn ásetningur. Stjórnmálamenn hafa einsett sér að læra ekkert af síðasta hruni.“ Þorsteinn gerir Norðurlöndin á ný að umfjöllunarefni sínu. Hann segir lönd eins og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa náð verulegum efnahagsumbótum á undanförnum þremur áratugum. Þetta séu lönd sem „hvert með sínum hætti hefur sagt skilið við sjálfstæða peningamálastefnu og tekið mjög fast á ríkisfjármálum. Þau hafa náð að útrýma vaxtamun við Þýskaland á þessum þremur áratugum,“ segir Þorsteinn sem bendir á að árangur Íslands hafi verið jafnt og enginn. „Eitt helsta gagnrýnsefni hagfræðinga eftir hrun var að ríkisfjármálin hjá okkar ykju á sveiflur, það er að segja, við rekum eyðslustefnu. Stjórnmálamenn eyða peningum þegar þeir renna inn í kassann en við erum alltaf að endurtaka sama leikinn,“ segir Þorsteinn sem gagnrýnir efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar. „Árleg aukning opinberra útgjalda hefur verið um 25-40 milljarðar að jafnaði á tímum góðæris en um 2 milljarðar að jafnaði á tímum efnahagssamdráttar,“ segir Þorsteinn sem telur þetta vera dæmi um hagstjórnarmistök sem bitni á grunnþjónustu samfélagsins. „Núna á þessum uppgangstíma erum við hins vegar að endurtaka sömu klassísku hagstjórnarmistökin og við munum sjá það aftur þegar fjárlagafrumvarpið verður kynnt eftir helgi að þar verður sama áhersla stjórnmálamanna að auka ríkisútgjöldin langt umfram getu og mun enda með sama hætti, að við munum ekki geta staðið undir þessum útgjaldaloforðum til lengri tíma litið og við munum aftur þurfa að skerða grunnþjónustu samfélagsins,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir opinbera þjónustu þrýsta verði upp.viðreisnNeytendur í forgang Þorsteinn segir að neytendur verði í algjörum forgangi. „Við getum kvartað undan ófullkominni samkeppni en þetta er verðþróun á ýmsum vöruflokkum frá árinu 1997 til dagsins í dag og þar sjáum við nokkur kunnugleg dæmi um það sem hefur hækkað mest. Það er póstþjónusta, það eru leigubifreiðar, það er heilbrigðisþjónusta, áfengi og tóbak, opinber þjónusta. Allt hækkanir langt umfram almennt verðlag. Af hverju? Jú, af því að það er engin samkeppni á þessum mörkuðum. Það er enginn þrýstingur til að hagræða eða gera betur. Fyrir vikið greiðum við neytendur, almenningur í landinu, fyrir þetta í hærra vöruverði,“ segir Þorsteinn. Hann segir að fjögurra manna fjölskylda gæti sparað sér 150 þúsund krónur í mánaðarlegum útgjöldum sínum ef vextir og matvælaverð væri sambærilegt við hin Norðurlöndin. Þorgerður Katrín segir að talsmáti og framganga Viðreisnar sé sú nákvæmlega sama og fyrir kosningar. „Það skiptir máli fyrir okkur kjósendur að vita það að við munum halda stjórnvöldum og pólitíkinni við efnið hvað þetta varðar því það er til hagsbótar fyrir alla. Við ætlum okkur að stuðla að framgangi mála sem gera landið okkar ódýrara og samkeppnishæfara og þannig fáið þið aftur unga fólkið okkar heim,“ segir Þorgerður. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira
„Það er of dýrt að búa á Íslandi og við sjáum það í öllum alþjóðlegum samanburði að hér eru húsnæðisvextir – og vextir almennt – í hæstu hæðum,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar í upphafi blaðamannafundar flokksins sem haldinn var í morgun. Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. Það sem bar hæst voru umbætur á peningamálastefnu landsins, sanngjarnt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum, afnám samkeppnisundanþága í landbúnaði, samkeppni á markaði, fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins og neytendamál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði gjaldmiðil þjóðarinnar að umfjöllunarefni á fundinum og sýndi myndir af ótal fyrirtækjum sem „væru að sligast undan óhagstæðum skilyrðum.“ „Á hverjum degi hafa poppað upp fréttir sem minna okkur á af hverju það er dýrt að búa á Íslandi – en það talar enginn um þetta,“ sagði Þorgerður. Krónan væri einfaldlega of dýr í rekstri. Þorsteinn tók í sama streng og sagði að þetta væri orðið fullreynt með Krónuna og núverandi fyrirkomulag peningamála. Matvælaverð væri mun hærra hérlendis í samanburði við nágrannalöndin. „Við þurfum að taka á efnahagsmálunum, við þurfum að hætta eyðslustefnu stjórnmálamanna því efnahagsstefna stjórnmálamanna hingað til hefur bara einfaldlega verið að eyða þeim krónum sem koma í kassann. Það er engin fyrirhyggja, þessu verðum við að breyta og við verðum að lækka kostnaðinn af því búa hérna. Þetta er íslenska sveiflan; sveiflukóngurinn.“Þorsteinn segir stjórnmálamenn þurfa að axla ábyrgð á sveiflukenndu hagkerfi.ViðreisnÞorsteinn segir blikur á lofti í íslensku hagkerfi. „Við erum að sjá öll hættumerki um dæmigert ofris í íslensku hagkerfi en við höfum gert þetta á tíu ára fresti allan fullveldistímann. Þetta eru ekki ný sannindi, það eru hins vegar stjórnmálin sem bara neitað að læra af þessu.“ „Með öll þau varnaðarorð sem við höfum að baki eftir síðasta hrun varðandi áhrif Krónunnar, varðandi áhrif ríkisfjármálanna þar á, það má segja í raun að hér sé bara hreinn ásetningur. Stjórnmálamenn hafa einsett sér að læra ekkert af síðasta hruni.“ Þorsteinn gerir Norðurlöndin á ný að umfjöllunarefni sínu. Hann segir lönd eins og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa náð verulegum efnahagsumbótum á undanförnum þremur áratugum. Þetta séu lönd sem „hvert með sínum hætti hefur sagt skilið við sjálfstæða peningamálastefnu og tekið mjög fast á ríkisfjármálum. Þau hafa náð að útrýma vaxtamun við Þýskaland á þessum þremur áratugum,“ segir Þorsteinn sem bendir á að árangur Íslands hafi verið jafnt og enginn. „Eitt helsta gagnrýnsefni hagfræðinga eftir hrun var að ríkisfjármálin hjá okkar ykju á sveiflur, það er að segja, við rekum eyðslustefnu. Stjórnmálamenn eyða peningum þegar þeir renna inn í kassann en við erum alltaf að endurtaka sama leikinn,“ segir Þorsteinn sem gagnrýnir efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar. „Árleg aukning opinberra útgjalda hefur verið um 25-40 milljarðar að jafnaði á tímum góðæris en um 2 milljarðar að jafnaði á tímum efnahagssamdráttar,“ segir Þorsteinn sem telur þetta vera dæmi um hagstjórnarmistök sem bitni á grunnþjónustu samfélagsins. „Núna á þessum uppgangstíma erum við hins vegar að endurtaka sömu klassísku hagstjórnarmistökin og við munum sjá það aftur þegar fjárlagafrumvarpið verður kynnt eftir helgi að þar verður sama áhersla stjórnmálamanna að auka ríkisútgjöldin langt umfram getu og mun enda með sama hætti, að við munum ekki geta staðið undir þessum útgjaldaloforðum til lengri tíma litið og við munum aftur þurfa að skerða grunnþjónustu samfélagsins,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir opinbera þjónustu þrýsta verði upp.viðreisnNeytendur í forgang Þorsteinn segir að neytendur verði í algjörum forgangi. „Við getum kvartað undan ófullkominni samkeppni en þetta er verðþróun á ýmsum vöruflokkum frá árinu 1997 til dagsins í dag og þar sjáum við nokkur kunnugleg dæmi um það sem hefur hækkað mest. Það er póstþjónusta, það eru leigubifreiðar, það er heilbrigðisþjónusta, áfengi og tóbak, opinber þjónusta. Allt hækkanir langt umfram almennt verðlag. Af hverju? Jú, af því að það er engin samkeppni á þessum mörkuðum. Það er enginn þrýstingur til að hagræða eða gera betur. Fyrir vikið greiðum við neytendur, almenningur í landinu, fyrir þetta í hærra vöruverði,“ segir Þorsteinn. Hann segir að fjögurra manna fjölskylda gæti sparað sér 150 þúsund krónur í mánaðarlegum útgjöldum sínum ef vextir og matvælaverð væri sambærilegt við hin Norðurlöndin. Þorgerður Katrín segir að talsmáti og framganga Viðreisnar sé sú nákvæmlega sama og fyrir kosningar. „Það skiptir máli fyrir okkur kjósendur að vita það að við munum halda stjórnvöldum og pólitíkinni við efnið hvað þetta varðar því það er til hagsbótar fyrir alla. Við ætlum okkur að stuðla að framgangi mála sem gera landið okkar ódýrara og samkeppnishæfara og þannig fáið þið aftur unga fólkið okkar heim,“ segir Þorgerður.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira