Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. október 2018 13:36 Kolbrún segist hafa fengið ábendingar um ógnandi hegðun. Fréttablaðið/Hákon Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira