Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. febrúar 2018 19:00 Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira