Felur starfshóp að koma með tillögur um starfsemi Uber og Lyft hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2017 19:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra hyggst skipa starfshóp til að kanna möguleikann á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft hér á landi til að mæta vaxandi eftirspurn eftir leigubílum. Ráðherrann hefur þegar ákveðið að fjölga leyfum til leigubílaaksturs. Langar biðraðir myndast í miðbæ Reykjavíkur um helgar af fólki sem bíður eftir leigubíl og hafa birst myndir af þessum röðum á samfélagsmiðlum. Þetta er ástand sem hefur varað í mörg ár. Á sama tíma blómstrar svört atvinnustarfsemi svokallaðra skutlara sem taka að sér að keyra fólk gegn greiðslu. Fer þessi starfsemi að miklu leyti fram í grúppunni Skutlarar! á Facebook en í henni eru núna rúmlega 37 þúsund manns. Ekkert eftirlit er með þessari starfsemi, engir skattar eru greiddir af keyptri þjónustu og ekkert gagnsæi. Leiða má líkur að því að veltan hlaupi árlega á háum fjárhæðum í ljósi þess hversu margir eru skráðir í grúppuna og notfæra sér þjónustuna. Erlendis hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft blómstrað. Með einföldu appi frá þessum fyrirtækjum í símanum getur notandinn séð fyrir fram hvað ferðin kostar og greiðir með appinu sjálfu. Að ferð lokinni fær hann síðan tölvupóst með upplýsingum á korti um þá leið sem ekin var. Notendur gefa bílstjórum einkunn fyrir þjónustuna og notendur fá sömuleiðis einkunn frá bílstjórum. Uber hefur útvegað bílstjórum hagkvæma fjármögnun á bifreiðar og þá geta viðskiptavinir valið milli mismunandi þjónustu, eftir því hvort þeir vilja deila ferðinni með öðrum (pool) og greiða þá lægra verð eða ferðast einir. Eða jafnvel valið fínni bíl sem þeir ferðast með og greiða þá hærra verð. Reykjavík er eina höfuðborgin á Norðurlöndunum þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi í Reykjavík og á Suðurnesjum voru þá 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur boðað fjölgun á leigubílaleyfum. Í ráðuneyti hans hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft einnig verið til skoðunar en breyta þarf reglugerð um leigubifreiðar til að þessi fyrirtæki geti boðið þjónustu sína hér á landi. „Ég geri ráð fyrir ákvörðun fljótlega um þau mál (fjölgun leyfa). Á sama tíma erum við í gagnaöflun um breytingar á alþjóðavettvangi í þessum málum. Við erum að safna því saman og í framhaldi af því, sem verður þá fljótlega í haust, munum við setja saman vinnuhóp sem fær það verkefni að vinna úr þeirri gagnaöflun og koma með tillögur um framtíðarskipan þessara mála hér á Íslandi,“ segir Jón. Hann segir að starfshópurinn muni sérstaklega skoða Uber og Lyft enda hafi komið fram óánægja bæði frá neytendum og erlendum eftirlitsaðilum um núverandi skipan mála. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur þegar gert athugasemdir við norska löggjöf um leigubíla sem er keimlík þeirri íslensku en í Noregi eru fjöldatakmarkanir á útgefnum leyfum til leigubílaaksturs rétt eins og á Íslandi. Þá gerði ESA athugasemdir við að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. ESA hefur skorað á norsk stjórnvöld að breyta löggjöfinni ella verði höfðað mál á hendur norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum. Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra hyggst skipa starfshóp til að kanna möguleikann á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft hér á landi til að mæta vaxandi eftirspurn eftir leigubílum. Ráðherrann hefur þegar ákveðið að fjölga leyfum til leigubílaaksturs. Langar biðraðir myndast í miðbæ Reykjavíkur um helgar af fólki sem bíður eftir leigubíl og hafa birst myndir af þessum röðum á samfélagsmiðlum. Þetta er ástand sem hefur varað í mörg ár. Á sama tíma blómstrar svört atvinnustarfsemi svokallaðra skutlara sem taka að sér að keyra fólk gegn greiðslu. Fer þessi starfsemi að miklu leyti fram í grúppunni Skutlarar! á Facebook en í henni eru núna rúmlega 37 þúsund manns. Ekkert eftirlit er með þessari starfsemi, engir skattar eru greiddir af keyptri þjónustu og ekkert gagnsæi. Leiða má líkur að því að veltan hlaupi árlega á háum fjárhæðum í ljósi þess hversu margir eru skráðir í grúppuna og notfæra sér þjónustuna. Erlendis hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft blómstrað. Með einföldu appi frá þessum fyrirtækjum í símanum getur notandinn séð fyrir fram hvað ferðin kostar og greiðir með appinu sjálfu. Að ferð lokinni fær hann síðan tölvupóst með upplýsingum á korti um þá leið sem ekin var. Notendur gefa bílstjórum einkunn fyrir þjónustuna og notendur fá sömuleiðis einkunn frá bílstjórum. Uber hefur útvegað bílstjórum hagkvæma fjármögnun á bifreiðar og þá geta viðskiptavinir valið milli mismunandi þjónustu, eftir því hvort þeir vilja deila ferðinni með öðrum (pool) og greiða þá lægra verð eða ferðast einir. Eða jafnvel valið fínni bíl sem þeir ferðast með og greiða þá hærra verð. Reykjavík er eina höfuðborgin á Norðurlöndunum þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi í Reykjavík og á Suðurnesjum voru þá 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur boðað fjölgun á leigubílaleyfum. Í ráðuneyti hans hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft einnig verið til skoðunar en breyta þarf reglugerð um leigubifreiðar til að þessi fyrirtæki geti boðið þjónustu sína hér á landi. „Ég geri ráð fyrir ákvörðun fljótlega um þau mál (fjölgun leyfa). Á sama tíma erum við í gagnaöflun um breytingar á alþjóðavettvangi í þessum málum. Við erum að safna því saman og í framhaldi af því, sem verður þá fljótlega í haust, munum við setja saman vinnuhóp sem fær það verkefni að vinna úr þeirri gagnaöflun og koma með tillögur um framtíðarskipan þessara mála hér á Íslandi,“ segir Jón. Hann segir að starfshópurinn muni sérstaklega skoða Uber og Lyft enda hafi komið fram óánægja bæði frá neytendum og erlendum eftirlitsaðilum um núverandi skipan mála. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur þegar gert athugasemdir við norska löggjöf um leigubíla sem er keimlík þeirri íslensku en í Noregi eru fjöldatakmarkanir á útgefnum leyfum til leigubílaaksturs rétt eins og á Íslandi. Þá gerði ESA athugasemdir við að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. ESA hefur skorað á norsk stjórnvöld að breyta löggjöfinni ella verði höfðað mál á hendur norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum.
Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels