Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira