Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira