Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2018 13:34 Orkuveita Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. Þetta kemur fram í yfirlýsingu STOR, starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur og trúnaðarmanna starfsmanna aem send hefur verið á borgarfulltrúa og fjölmiðla. „Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan trausti gagnvart fyrirtækinu og þar með því fólki sem þar starfar,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vann skýrslu um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá OR í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Ekki rotinn vinnustaður Í yfirlýsingu STOR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. „Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meginniðurstöðu þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir og unnin var af sérfræðingum, sem við sem hjá fyrirtækinu störfum höfðum ekkert með að gera hver vann. Við minnum á að í landinu gilda lög um persónuvernd og að starfsfólk sem tjáði sig við gagnaöflun gerði það í trúnaði. Við óskum þess að þið séuð heil í því sem þið tjáið ykkur um og segið satt og rétt frá en dragið ekki upp myndir sem ekki eru til en við höfum á tilfinningunni að þið vilduð frekar mála. Nú er mál að linni. Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynna ykkur málin þá kannski rennur upp fyrir ykkur ljós að hérna vinnur venjulegt fólk, heiðarlegt fólk og að fyrirtækið er rekið af starfsfólki sem hér vinnur, ekki af stjórnmálamönnum,“ segir í yfirlýsingunni. Persónuvernd Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00 Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. Þetta kemur fram í yfirlýsingu STOR, starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur og trúnaðarmanna starfsmanna aem send hefur verið á borgarfulltrúa og fjölmiðla. „Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan trausti gagnvart fyrirtækinu og þar með því fólki sem þar starfar,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vann skýrslu um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá OR í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Ekki rotinn vinnustaður Í yfirlýsingu STOR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. „Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meginniðurstöðu þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir og unnin var af sérfræðingum, sem við sem hjá fyrirtækinu störfum höfðum ekkert með að gera hver vann. Við minnum á að í landinu gilda lög um persónuvernd og að starfsfólk sem tjáði sig við gagnaöflun gerði það í trúnaði. Við óskum þess að þið séuð heil í því sem þið tjáið ykkur um og segið satt og rétt frá en dragið ekki upp myndir sem ekki eru til en við höfum á tilfinningunni að þið vilduð frekar mála. Nú er mál að linni. Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynna ykkur málin þá kannski rennur upp fyrir ykkur ljós að hérna vinnur venjulegt fólk, heiðarlegt fólk og að fyrirtækið er rekið af starfsfólki sem hér vinnur, ekki af stjórnmálamönnum,“ segir í yfirlýsingunni.
Persónuvernd Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00 Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00
Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30