„Skjóta þarf loku fyrir það að alþingi geti hækkað laun sín umfram almenna launaþróun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 19:45 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30