Fljúga drónum í þágu vísinda og atvinnulífs Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2018 20:45 Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma ehf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30