Innlent

Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Drónar eða flygildi eru talsvert notuð af björgunarsveitum.
Drónar eða flygildi eru talsvert notuð af björgunarsveitum. Mynd/Gunnar Ingi Halldórsson
Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna notkun dróna sveitarinnar í björgun tveggja erlendra ferðamanna í Siglufjarðarskriðum árið 2016.

Formaður sveitarinnar, Haukur Arnar Gunnarsson, tók á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn í Ljublijana í Slóveníu.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá umfjöllun drónaframleiðandans DJI um björgunarafrekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×