Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2017 21:15 Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum. Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum.
Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00