Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2017 21:15 Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum. Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Sjá meira
Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum.
Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00