Nicki Minaj svarar fyrir sig og segir Cardi B vera „ógeðslegt svín“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 21:15 Nicki Minaj og Cardi B virðast ekki vera miklar vinkonur Vísir/Getty Söngkonurnar Nicki Minaj og Cardi B virðist ekki hafa grafið stríðsöxina ef marka má ummæli sem Minaj lét falla í útvarpsþætti sínum fyrr í dag. Fór hún afar hörðum orðum um kollega sinn og sagði hana meðal annars vera „ógeðslegt svín“.Stöllurnar tvær hafa eldað saman grátt silfur um nokkra hríð en upp úr sauð um helgina þegar þær voru staddar á tískuvikunni í New York. Gaf Cardi sig á tal við Minaj ogsakaði Cardi hana um að hafa dreyft lygum um sig.Myndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum. Cardi tjáði sig um atburðinn á Instagram þar sme hún fór hörðum orðum um Minaj,án þess þó að nefna hana á nafn.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) September 8, 2018Sagði Cardi bera ábyrgð á árásum á konur Minaj opnaði sig um deilurnar í útvarpsþætti hennar sem ber nafnið Queen. Þar þvertók hún fyrir að hafa sagt eitthvað um dóttur Cardi og sagði að slíkt myndi hún aldrei gera því að hún væri ekki „trúður“. Sagði hún að skammaðist sín mjög fyrir að hafa verið þátttakandi í orðaskiptunum á tískuvikunni en bætti við að hún gæti ekki tjáð sig mikið um hvað gerðist af lagalegum ástæðum, sem þykir benda til þess að Minaj muni fara í mál við Cardi. Þá sakaði hún Cardi um að standa fyrir árásum á konum vegna meintra tengsla þeirra við eiginmann hennar, Offset. „Þú lætur berja konur vegna þess hvað maðurinn þinn er að gera. Af hverju ertu svona reið, elskan? Þessar konur eru grátandi og hræddar um að yfirgefa heimili sín vegna þín,“ sagði Minaj. Nánar má lesa um ummæli Minaj á vef Vulture og Pitchfork. Tengdar fréttir Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Það sauð upp úr á milli rapparanna á tískuvikunni í gærkvöld, en þær hafa löngum eldað grátt silfur. 8. september 2018 10:32 Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper's Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York. 9. september 2018 13:42 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Söngkonurnar Nicki Minaj og Cardi B virðist ekki hafa grafið stríðsöxina ef marka má ummæli sem Minaj lét falla í útvarpsþætti sínum fyrr í dag. Fór hún afar hörðum orðum um kollega sinn og sagði hana meðal annars vera „ógeðslegt svín“.Stöllurnar tvær hafa eldað saman grátt silfur um nokkra hríð en upp úr sauð um helgina þegar þær voru staddar á tískuvikunni í New York. Gaf Cardi sig á tal við Minaj ogsakaði Cardi hana um að hafa dreyft lygum um sig.Myndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum. Cardi tjáði sig um atburðinn á Instagram þar sme hún fór hörðum orðum um Minaj,án þess þó að nefna hana á nafn.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) September 8, 2018Sagði Cardi bera ábyrgð á árásum á konur Minaj opnaði sig um deilurnar í útvarpsþætti hennar sem ber nafnið Queen. Þar þvertók hún fyrir að hafa sagt eitthvað um dóttur Cardi og sagði að slíkt myndi hún aldrei gera því að hún væri ekki „trúður“. Sagði hún að skammaðist sín mjög fyrir að hafa verið þátttakandi í orðaskiptunum á tískuvikunni en bætti við að hún gæti ekki tjáð sig mikið um hvað gerðist af lagalegum ástæðum, sem þykir benda til þess að Minaj muni fara í mál við Cardi. Þá sakaði hún Cardi um að standa fyrir árásum á konum vegna meintra tengsla þeirra við eiginmann hennar, Offset. „Þú lætur berja konur vegna þess hvað maðurinn þinn er að gera. Af hverju ertu svona reið, elskan? Þessar konur eru grátandi og hræddar um að yfirgefa heimili sín vegna þín,“ sagði Minaj. Nánar má lesa um ummæli Minaj á vef Vulture og Pitchfork.
Tengdar fréttir Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Það sauð upp úr á milli rapparanna á tískuvikunni í gærkvöld, en þær hafa löngum eldað grátt silfur. 8. september 2018 10:32 Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper's Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York. 9. september 2018 13:42 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Það sauð upp úr á milli rapparanna á tískuvikunni í gærkvöld, en þær hafa löngum eldað grátt silfur. 8. september 2018 10:32
Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper's Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York. 9. september 2018 13:42