Lífið

Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“

Sylvía Hall skrifar
Nicki Minaj og Cardi B eru stór nöfn í rappsenunni um þessar mundir.
Nicki Minaj og Cardi B eru stór nöfn í rappsenunni um þessar mundir. Vísir/Getty

Rappararnir Nicki Minaj og Cardi B eru á meðal stærstu tónlistarstjarna í dag og hafa vakið mikla athygli á sér í rappsenunni, enda hafa fáar konur náð jafn langt og þær stöllur í rappinu. Þrátt fyrir það hafa þær löngum eldað grátt silfur saman og sauð rækilega upp úr á milli þeirra í gærkvöld.

Cardi B og Minaj voru staddar á viðburði sem var hluti af tískuvikunni í New York þegar Cardi gaf sig á tal við Minaj, en hún sagði Minaj hafa dreift lygum um sig. Öryggisgæsla Minaj brást ókvæða við og reyndu að fjarlægja hana í burtu. Einn öryggisvörður er sagður hafa gefið henni olnbogaskot í andlitið, en Cardi sást yfirgefa samkvæmið með heljarinnar kúlu á enninu.

Cardi sást yfirgefa samkvæmið með kúlu á enninu. Vísir/AP

Myndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum.Á öðru myndbandi má sjá vinkonu Minaj og skóhönnuðinn Rah Ali veitast að Cardi, en á meðan þessu stendur sést Minaj standa umkringd öryggisvörðum og heldur sig fjarri átökunum.
Cardi B birti yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún tjáir sig um málið, en þrátt fyrir að nefna Minaj aldrei á nafn má gera ráð fyrir því að yfirlýsingunni sé beint að henni. Þar segir hún Minaj hafa reynt að skemma fyrir sér, talað illa um sig og hótað öðrum listamönnum sem hún hefur unnið með.

„Ég hef í tvígang reynt að tala við þig persónulega og í bæði skiptin hefur þú játað sök. En þegar þú minnist á barnið mitt, líkar við athugasemdir um mig sem móður, gerir athugasemdir um mig sem móður og gerir lítið úr hæfni minni til að annast barnið mitt er nóg komið.“


 
 
 
View this post on Instagram
PERIOD.
A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.