Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2018 06:30 Ríflega hundrað manns tilkynntu svikapóstinn til lögreglu. Fréttablaðið/Anton „Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lögreglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður um svikapóstana sem sendir voru út um helgina í nafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru viðtakendur með nokkuð sannfærandi hætti boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls og póstinum fylgdi hlekkur sem, ef leiðbeiningum var fylgt til enda, endaði þannig að tölvuþrjótarnir næðu aðgangi að tölvu viðtakanda.Svikapósturinn þykir nokkuð vel heppnaður og málfar og undirbúningur bendir til að einhver viðriðinn þekki til hér á landi.Daði segir að hlekkurinn hafi leitt inn á dæmigerða veiðisíðu þar sem skrá átti niður persónuupplýsingar. „Svo fékkstu skrá til baka og áttir að opna hana. Þegar allt þetta var gert þá var á bak við þetta svokallað spilliforrit (e. malware) sem opnar bakdyr að tölvunni eða „remote access trojan“. Það veitir aðgang að tölvunni þegar þeim hentar. En við vitum ekki hversu margir lentu í því að opna þessar skrár og erum að vinna í að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk,“ segir Daði. Hann segir að ríflega hundrað manns hafi haft samband við lögreglu út af málinu. Margir hafi áttað sig á því að hér væri ekki allt með felldu og tilkynnt það. Daði segir greinilegt að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir póstlista einhvers staðar. Ekki sé vitað hvar, en það sé eitt af því sem verið er að skoða. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt um að hafa fengið kröfur frá tölvuþrjótunum eða orðið fyrir fjárhagstjóni. Tölvuþrjótarnir undirbjuggu svindlið vel en svo virðist sem viðkomandi hafi keypt lénið logreian.is með stolnum upplýsingum vinsæls bloggara hjá ISNIC. Frá því léni var svo svikapósturinn sendur út.Theódór Ragnar Gíslason.Fréttablaðið/StefánTheódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir vísbendingar um að þarna hafi Íslendingar komið að. Hann kveðst ekki hafa kafað tæknilega ofan í málið en miðað við það sem fram hafi komið sé það áhugavert. Málfarið í tölvupóstinum sjálfum gefi vísbendingu um að þarna hafi Íslendingur í það minnsta verið með í liði. Þá hafi gefi sú staðreynd að ISNIC-auðkenni hafi verið hakkað til kynna að viðkomandi viti hvernig hlutirnir virki hér á landi. „Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur, kóperar síðuna þeirra. Það er talsverð vinna á bak við þetta,“ segir Theódór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lögreglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður um svikapóstana sem sendir voru út um helgina í nafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru viðtakendur með nokkuð sannfærandi hætti boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls og póstinum fylgdi hlekkur sem, ef leiðbeiningum var fylgt til enda, endaði þannig að tölvuþrjótarnir næðu aðgangi að tölvu viðtakanda.Svikapósturinn þykir nokkuð vel heppnaður og málfar og undirbúningur bendir til að einhver viðriðinn þekki til hér á landi.Daði segir að hlekkurinn hafi leitt inn á dæmigerða veiðisíðu þar sem skrá átti niður persónuupplýsingar. „Svo fékkstu skrá til baka og áttir að opna hana. Þegar allt þetta var gert þá var á bak við þetta svokallað spilliforrit (e. malware) sem opnar bakdyr að tölvunni eða „remote access trojan“. Það veitir aðgang að tölvunni þegar þeim hentar. En við vitum ekki hversu margir lentu í því að opna þessar skrár og erum að vinna í að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk,“ segir Daði. Hann segir að ríflega hundrað manns hafi haft samband við lögreglu út af málinu. Margir hafi áttað sig á því að hér væri ekki allt með felldu og tilkynnt það. Daði segir greinilegt að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir póstlista einhvers staðar. Ekki sé vitað hvar, en það sé eitt af því sem verið er að skoða. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt um að hafa fengið kröfur frá tölvuþrjótunum eða orðið fyrir fjárhagstjóni. Tölvuþrjótarnir undirbjuggu svindlið vel en svo virðist sem viðkomandi hafi keypt lénið logreian.is með stolnum upplýsingum vinsæls bloggara hjá ISNIC. Frá því léni var svo svikapósturinn sendur út.Theódór Ragnar Gíslason.Fréttablaðið/StefánTheódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir vísbendingar um að þarna hafi Íslendingar komið að. Hann kveðst ekki hafa kafað tæknilega ofan í málið en miðað við það sem fram hafi komið sé það áhugavert. Málfarið í tölvupóstinum sjálfum gefi vísbendingu um að þarna hafi Íslendingur í það minnsta verið með í liði. Þá hafi gefi sú staðreynd að ISNIC-auðkenni hafi verið hakkað til kynna að viðkomandi viti hvernig hlutirnir virki hér á landi. „Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur, kóperar síðuna þeirra. Það er talsverð vinna á bak við þetta,“ segir Theódór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira