Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:45 Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. NORDICPHOTOS/GETTY Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira