„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2018 22:07 Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni. Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent