Kíló af vængjum yfir Súperskál Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Brynjar Birgisson hefur verið oft hressari í vinnunni á mánudegi. VÍSIR/EYÞÓR Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13
Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30
Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30