Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 22:30 Úrslitaleikur NFL-deildarinnar um Ofurskálina svokölluð hefst seint í kvöld en það er ekki aðeins íþróttin sem dregur áhorfendur að leiknum heldur bíða margir spenntir eftir tónleikunum í hálfleik og síðast en ekki síst auglýsingunum sem geta verið nokkuð hjartnæmar og ansi skemmtilegar. Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér að neðan. Budweiser Þegar kemur að hjartnæmum auglýsingum er fyrst til sögunnar auglýsing frá bjórframleiðandanum Budweiser en þar má sjá hvernig fyrirtækið kom vatni til svæða í Bandaríkjunum sem urðu illa úti vegna náttúruhamfara. Á meðan má heyra Skylar Grey syngja sína útgáfu af Stand By Me sem Ben E. King gerði ódauðlegt. Samkvæmt Budweiser hefur fyrirtækið flutt 79 milljónir dósa af vatni til þeirra sem verða fyrir náttúruhamförum frá árinu 1988, þar á meðal tvær milljónir dósa á síðastliðnum tveimur árum. Stella Artois Bjórframleiðandinn Stella Artois fékk síðan leikarann Matt Damon til liðs viðs sig til að kynna samstarf framleiðandans við góðgerðasamtök um að verða íbúum vanþróaðra ríkja úti um hreint vatn. Peta Ein af auglýsingunum sem mun vafalaust vekja mikla athygli er auglýsing frá dýraverndarsamtökunum Peta með leikaranum James Cromwell í aðalhlutverki. Cromwell hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni Babe sem kom út árið 1995. Í auglýsingunni má sjá kjötframleiðanda mæta til játningar í kirkju þar sem hann segir frá myrkum leyndarmálum fyrirtækis síns. Pringles Kartöfluflöguframleiðandinn fékk gamanleikarann Bill Hader til að segja „vá“ ítrekað á meðan hann kemst að því að hann getur skapað nýtt bragð með því að raða saman Pringles-flögum. M&MSælgætisframleiðandinn er með auglýsingu sem skartar Danny Devito í aðalhlutverki. Þar má sjá M&M-karakterinn Red breytast í Danny Devito með aðstoð lukkupenings. Í auglýsingunni útskýrir Danny Devito að það hafi verið auðvelt fyrir sig að bregða sér í hlutverk Red því hann sé svolítið líkur honum, en í betra formi. Michelob UltraEin af fyndnari auglýsingunum þetta árið er frá bjórframleiðandanum Michelob Ultra. Þar gerir leikarinn Chris Pratt stólpagrín að sjálfum sér. Pratt er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Quill, eða Starlord, í Marvel-myndunum Guardians of the Galaxy. Pratt komst í fréttirnar þegar hann kom sér í virkilega gott form fyrir myndirnar eftir að hafa verið í yfirvigt. Í þessari auglýsingu segist hann hafa landað stóru hlutverki í Michelob Ultra og tekur undirbúninginn afar alvarlega. Hann kemst síðar að því að hann er bara aukaleikari og er útkoman stórskemmtileg: Universal Studios NFL-hetjan Payton Manning var fenginn til að auglýsa skemmtigarða Unversal Studios. Amazon Amazon auglýsir streymisveitu sína í kringum Ofurskálina og þar á meðal þættina Tom Clancy´s Jack Ryan með John Krasinski í aðalhlutverki. Doritos og Mountain Dew Leikararnir Peter Dinklage og Morgan Freeman mæma lög eftir Busta Rhymes og Missy Elliot í þessari Doritos og Mountain Dew-auglýsingu. Febreze Þessi lyktarframleiðandi ákvað að taka klósetthúmorinn alla leið í þessari auglýsingu. Avacados from MexicoÞessi auglýsing er með þeim furðulegri. Squarespace Squarespace fékk leikarann Keanu Reeves til að standa á mótorhjóli til að auglýsa sína vöru. Pepsi Pepsi reynir að draga kynslóðirnar saman í ár með því að rifja upp allar þær stjörnur sem hafa auglýst Pepsi í gegnum árin. Coca-Cola Coca-Cola gerir út á sinni auglýsingu að Coke sé fyrir alla. KIA Kia fékk söngvarann Steven Tyler til að bakka Kia-bíl aftur í tímann. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Super Bowl upphitun: Er hægt að stöðva Tom Brady? Tom Brady er að komast á stall með bestu íþróttamönnum sögunnar, ekki bara í NFL-deildinni. Hann verður í aðalhlutverki í Super Bowl 52 sem fer fram í kvöld. 4. febrúar 2018 13:00 Minnist Justin Timberlake á Trump? Skemmtilegu hliðarveðmálin sem tengjast Ofurskálinni Að vanda bjóða veðmálasíður upp á hinu ýmsu möguleika fyrir Superbowl þar sem veðja má á hvaða hárlit Pink velur fyrir þjóðsönginn, hvort treyju Tom Brady verði stolið og hvort NSYNC mæti á sviðið á einhverjum tímapunkti. 4. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Úrslitaleikur NFL-deildarinnar um Ofurskálina svokölluð hefst seint í kvöld en það er ekki aðeins íþróttin sem dregur áhorfendur að leiknum heldur bíða margir spenntir eftir tónleikunum í hálfleik og síðast en ekki síst auglýsingunum sem geta verið nokkuð hjartnæmar og ansi skemmtilegar. Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér að neðan. Budweiser Þegar kemur að hjartnæmum auglýsingum er fyrst til sögunnar auglýsing frá bjórframleiðandanum Budweiser en þar má sjá hvernig fyrirtækið kom vatni til svæða í Bandaríkjunum sem urðu illa úti vegna náttúruhamfara. Á meðan má heyra Skylar Grey syngja sína útgáfu af Stand By Me sem Ben E. King gerði ódauðlegt. Samkvæmt Budweiser hefur fyrirtækið flutt 79 milljónir dósa af vatni til þeirra sem verða fyrir náttúruhamförum frá árinu 1988, þar á meðal tvær milljónir dósa á síðastliðnum tveimur árum. Stella Artois Bjórframleiðandinn Stella Artois fékk síðan leikarann Matt Damon til liðs viðs sig til að kynna samstarf framleiðandans við góðgerðasamtök um að verða íbúum vanþróaðra ríkja úti um hreint vatn. Peta Ein af auglýsingunum sem mun vafalaust vekja mikla athygli er auglýsing frá dýraverndarsamtökunum Peta með leikaranum James Cromwell í aðalhlutverki. Cromwell hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni Babe sem kom út árið 1995. Í auglýsingunni má sjá kjötframleiðanda mæta til játningar í kirkju þar sem hann segir frá myrkum leyndarmálum fyrirtækis síns. Pringles Kartöfluflöguframleiðandinn fékk gamanleikarann Bill Hader til að segja „vá“ ítrekað á meðan hann kemst að því að hann getur skapað nýtt bragð með því að raða saman Pringles-flögum. M&MSælgætisframleiðandinn er með auglýsingu sem skartar Danny Devito í aðalhlutverki. Þar má sjá M&M-karakterinn Red breytast í Danny Devito með aðstoð lukkupenings. Í auglýsingunni útskýrir Danny Devito að það hafi verið auðvelt fyrir sig að bregða sér í hlutverk Red því hann sé svolítið líkur honum, en í betra formi. Michelob UltraEin af fyndnari auglýsingunum þetta árið er frá bjórframleiðandanum Michelob Ultra. Þar gerir leikarinn Chris Pratt stólpagrín að sjálfum sér. Pratt er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Quill, eða Starlord, í Marvel-myndunum Guardians of the Galaxy. Pratt komst í fréttirnar þegar hann kom sér í virkilega gott form fyrir myndirnar eftir að hafa verið í yfirvigt. Í þessari auglýsingu segist hann hafa landað stóru hlutverki í Michelob Ultra og tekur undirbúninginn afar alvarlega. Hann kemst síðar að því að hann er bara aukaleikari og er útkoman stórskemmtileg: Universal Studios NFL-hetjan Payton Manning var fenginn til að auglýsa skemmtigarða Unversal Studios. Amazon Amazon auglýsir streymisveitu sína í kringum Ofurskálina og þar á meðal þættina Tom Clancy´s Jack Ryan með John Krasinski í aðalhlutverki. Doritos og Mountain Dew Leikararnir Peter Dinklage og Morgan Freeman mæma lög eftir Busta Rhymes og Missy Elliot í þessari Doritos og Mountain Dew-auglýsingu. Febreze Þessi lyktarframleiðandi ákvað að taka klósetthúmorinn alla leið í þessari auglýsingu. Avacados from MexicoÞessi auglýsing er með þeim furðulegri. Squarespace Squarespace fékk leikarann Keanu Reeves til að standa á mótorhjóli til að auglýsa sína vöru. Pepsi Pepsi reynir að draga kynslóðirnar saman í ár með því að rifja upp allar þær stjörnur sem hafa auglýst Pepsi í gegnum árin. Coca-Cola Coca-Cola gerir út á sinni auglýsingu að Coke sé fyrir alla. KIA Kia fékk söngvarann Steven Tyler til að bakka Kia-bíl aftur í tímann.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Super Bowl upphitun: Er hægt að stöðva Tom Brady? Tom Brady er að komast á stall með bestu íþróttamönnum sögunnar, ekki bara í NFL-deildinni. Hann verður í aðalhlutverki í Super Bowl 52 sem fer fram í kvöld. 4. febrúar 2018 13:00 Minnist Justin Timberlake á Trump? Skemmtilegu hliðarveðmálin sem tengjast Ofurskálinni Að vanda bjóða veðmálasíður upp á hinu ýmsu möguleika fyrir Superbowl þar sem veðja má á hvaða hárlit Pink velur fyrir þjóðsönginn, hvort treyju Tom Brady verði stolið og hvort NSYNC mæti á sviðið á einhverjum tímapunkti. 4. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Super Bowl upphitun: Er hægt að stöðva Tom Brady? Tom Brady er að komast á stall með bestu íþróttamönnum sögunnar, ekki bara í NFL-deildinni. Hann verður í aðalhlutverki í Super Bowl 52 sem fer fram í kvöld. 4. febrúar 2018 13:00
Minnist Justin Timberlake á Trump? Skemmtilegu hliðarveðmálin sem tengjast Ofurskálinni Að vanda bjóða veðmálasíður upp á hinu ýmsu möguleika fyrir Superbowl þar sem veðja má á hvaða hárlit Pink velur fyrir þjóðsönginn, hvort treyju Tom Brady verði stolið og hvort NSYNC mæti á sviðið á einhverjum tímapunkti. 4. febrúar 2018 21:15
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”