Scarlett Johansson hættir við að leika trans manneskju Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2018 21:37 Johansson var gagnrýnd fyrir að taka að sér hlutverkið í upphafi. Hún segist skilja afstöðu fólks sem gagnrýndi valið. Vísir/Getty Leikkonan Scarlett Johansson hefur hætt við hlutverk sitt í myndinni Rub & Tug eftir mikla gagnrýni frá trans samfélaginu, en í myndinni átti hún að leika mann sem fæddist í líkama konu. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir sögu Dante „Tex“ Gill sem fæddist í röngum líkama sem kona. Hann var viðskiptamaður sem opnaði nuddstofur sem hann notaði undir vændisstarfsemi á sjöunda áratugnum. Johansson tilkynnti í síðustu viku að hún hugðist taka að sér hlutverkið. Í kjölfarið spratt upp umræða um stöðu transfólks innan Hollywood, og hvers vegna það væri ekki alvöru trans manneskja fengin í hlutverkið og tjáðu margir trans leikarar sig um málið.Oh word?? So you can continue to play us but we can’t play y’all? Hollywood is so fucked... I wouldn’t be as upset if I was getting in the same rooms as Jennifer Lawrence and Scarlett for cis roles, but we know that’s not the case. A mess. https://t.co/s8gBlBI1Sw — Trace Lysette (@tracelysette) July 4, 2018 Í upphafi bentu fjölmiðlafulltrúar leikkonunnar á þá staðreynd að margoft hefði sís-kynja manneskja leikið transfólk í myndum, en sís-kynja einstaklingar eru þeir sem upplifa sig í því kyni sem þeir hlutu við fæðingu. Johansson skipti þó fljótlega um skoðun og tilkynnti að hún hugðist hafna hlutverkinu eftir að hafa kynnt sér málið frekar. „Í ljósi siðferðislegra spurninga sem hafa vaknað í kringum hlutverk mitt sem Dante Tex Gill hef ég ákveðið að draga mig úr verkefninu“, sagði Johansson í yfirlýsingu við tímaritið Out. „Skilningur samfélagsins gagnvart transfólki heldur áfram að þróast í rétta átt, og ég hef lært mikið frá samfélaginu síðan ég tilkynnti að ég ætlaði að taka að mér hlutverkið og séð að það var ónærgætið af mér.“ Aðstandendur myndarinnar hafa ekki tjáð sig um hvort trans leikari verði fenginn í hlutverkið í stað Johansson. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Leikkonan Scarlett Johansson hefur hætt við hlutverk sitt í myndinni Rub & Tug eftir mikla gagnrýni frá trans samfélaginu, en í myndinni átti hún að leika mann sem fæddist í líkama konu. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir sögu Dante „Tex“ Gill sem fæddist í röngum líkama sem kona. Hann var viðskiptamaður sem opnaði nuddstofur sem hann notaði undir vændisstarfsemi á sjöunda áratugnum. Johansson tilkynnti í síðustu viku að hún hugðist taka að sér hlutverkið. Í kjölfarið spratt upp umræða um stöðu transfólks innan Hollywood, og hvers vegna það væri ekki alvöru trans manneskja fengin í hlutverkið og tjáðu margir trans leikarar sig um málið.Oh word?? So you can continue to play us but we can’t play y’all? Hollywood is so fucked... I wouldn’t be as upset if I was getting in the same rooms as Jennifer Lawrence and Scarlett for cis roles, but we know that’s not the case. A mess. https://t.co/s8gBlBI1Sw — Trace Lysette (@tracelysette) July 4, 2018 Í upphafi bentu fjölmiðlafulltrúar leikkonunnar á þá staðreynd að margoft hefði sís-kynja manneskja leikið transfólk í myndum, en sís-kynja einstaklingar eru þeir sem upplifa sig í því kyni sem þeir hlutu við fæðingu. Johansson skipti þó fljótlega um skoðun og tilkynnti að hún hugðist hafna hlutverkinu eftir að hafa kynnt sér málið frekar. „Í ljósi siðferðislegra spurninga sem hafa vaknað í kringum hlutverk mitt sem Dante Tex Gill hef ég ákveðið að draga mig úr verkefninu“, sagði Johansson í yfirlýsingu við tímaritið Out. „Skilningur samfélagsins gagnvart transfólki heldur áfram að þróast í rétta átt, og ég hef lært mikið frá samfélaginu síðan ég tilkynnti að ég ætlaði að taka að mér hlutverkið og séð að það var ónærgætið af mér.“ Aðstandendur myndarinnar hafa ekki tjáð sig um hvort trans leikari verði fenginn í hlutverkið í stað Johansson.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira