Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2018 14:50 Málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot til fjölda ára gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur komst að þessari niðurstöðu en dómurinn klofnaði í málinu. Ástæðan fyrir því að afinn var sýknaður er sú að trúverðugur framburður stúlkunnar fékk ekki næga stoð í gögnum málsins. Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. Allir þrír dómarnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan og framburð afans ótrúverðugan. Einn af dómurunum skilaði séráliti þar sem hann tók fram að hann tæki ekki undir þá ályktun meirihluta dómsins að ákæruvaldið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.Dómari skilaði séráliti Benti dómarinn sem skilaði séráliti á að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að stúlkan hefði um langt skeið átt við mikla vanlíðan að stríða. Hún hefði sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun sem ummerki væru um á höndum hennar. Í gögnum málsins kom fram að hún hefði haft samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016, áður en hún greindi fyrst frá brotum afa síns. Þar lýsti hún vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Framburði móður og föður stúlkunnar stúlkunnar ber einnig saman um að hún hafi verið farin að stunda sjálfskaðandi hegðun áður en málið kom upp. Í framburði móður fyrir dómi og hjá lögreglu kom fram að dóttirin hefði byrjað að skera sig í sjötta bekk, þegar hún var ellefu til tólf ára gömul.Kvaðst reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað brotin Var afinn ákærður fyrir að brjóta á stúlkunni á heimili sínu í Reykjavík frá því stúlkan var fimm ára gömul þar til hún var tólf eða þrettán ára gömul, á tímabilinu frá 2007 til 2014 eða 2015. Átti hann að hafa samkvæmt ákæru snert kynfæri stúlkunnar og látið hana snerta ber kynfæri hans og látið hana fróa sér. Hann hefði nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar. Fyrir dómi kom fram að stúlkan hefði verið afar reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað þessa hegðun. Þá sárnaði henni fyrstu viðbrögð föður síns og að hann skyldi í framhaldinu reyna að telja henni trú um að gerandinn væri einhver annar.Tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni Föðuramma, faðir og sambýliskona föður stúlkunnar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni í vitnisburði sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ýmislegt bendi til að faðir stúlkunnar og sambýliskona hans hafi samræmt framburð sinn um ákveðin atriði. Þá gætti ósamræmis í framburði meðlima föðurfjölskyldunnar sem eiga að styðja framburð afans. Dómarinn sem skilaði séráliti sagði að þrátt fyrir allt þá hefði stúlkan verið samkvæm sjálfri sér fyrir dómi um það hvernig afinn snerti kynfæri hennar innan klæða og lét hana snerta kynfæri sín. Þá greindi stúlkan bekkjarsystur sinni frá brotunum eftir að bekkjarsystirin hafði tekið eftir að eitthvað mikið væri að angra stúlkuna. Sálfræðingur sagði stúlkuna einnig bera öll merki áfallastreituröskunar en dómarinn sem skilaði séráliti var þeirrar skoðunar að sakfella ætti afann vegna þessara atriða.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot til fjölda ára gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur komst að þessari niðurstöðu en dómurinn klofnaði í málinu. Ástæðan fyrir því að afinn var sýknaður er sú að trúverðugur framburður stúlkunnar fékk ekki næga stoð í gögnum málsins. Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. Allir þrír dómarnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan og framburð afans ótrúverðugan. Einn af dómurunum skilaði séráliti þar sem hann tók fram að hann tæki ekki undir þá ályktun meirihluta dómsins að ákæruvaldið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.Dómari skilaði séráliti Benti dómarinn sem skilaði séráliti á að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að stúlkan hefði um langt skeið átt við mikla vanlíðan að stríða. Hún hefði sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun sem ummerki væru um á höndum hennar. Í gögnum málsins kom fram að hún hefði haft samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016, áður en hún greindi fyrst frá brotum afa síns. Þar lýsti hún vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Framburði móður og föður stúlkunnar stúlkunnar ber einnig saman um að hún hafi verið farin að stunda sjálfskaðandi hegðun áður en málið kom upp. Í framburði móður fyrir dómi og hjá lögreglu kom fram að dóttirin hefði byrjað að skera sig í sjötta bekk, þegar hún var ellefu til tólf ára gömul.Kvaðst reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað brotin Var afinn ákærður fyrir að brjóta á stúlkunni á heimili sínu í Reykjavík frá því stúlkan var fimm ára gömul þar til hún var tólf eða þrettán ára gömul, á tímabilinu frá 2007 til 2014 eða 2015. Átti hann að hafa samkvæmt ákæru snert kynfæri stúlkunnar og látið hana snerta ber kynfæri hans og látið hana fróa sér. Hann hefði nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar. Fyrir dómi kom fram að stúlkan hefði verið afar reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað þessa hegðun. Þá sárnaði henni fyrstu viðbrögð föður síns og að hann skyldi í framhaldinu reyna að telja henni trú um að gerandinn væri einhver annar.Tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni Föðuramma, faðir og sambýliskona föður stúlkunnar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni í vitnisburði sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ýmislegt bendi til að faðir stúlkunnar og sambýliskona hans hafi samræmt framburð sinn um ákveðin atriði. Þá gætti ósamræmis í framburði meðlima föðurfjölskyldunnar sem eiga að styðja framburð afans. Dómarinn sem skilaði séráliti sagði að þrátt fyrir allt þá hefði stúlkan verið samkvæm sjálfri sér fyrir dómi um það hvernig afinn snerti kynfæri hennar innan klæða og lét hana snerta kynfæri sín. Þá greindi stúlkan bekkjarsystur sinni frá brotunum eftir að bekkjarsystirin hafði tekið eftir að eitthvað mikið væri að angra stúlkuna. Sálfræðingur sagði stúlkuna einnig bera öll merki áfallastreituröskunar en dómarinn sem skilaði séráliti var þeirrar skoðunar að sakfella ætti afann vegna þessara atriða.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira