Borgarstjórn samþykkir tillögu um að tryggja framgang borgarlínu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 19:23 Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9. Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela umhverfis-og skipulagssviði að ráðast í fjögur verkefni til að tryggja framgang borgarlínu var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9 en 2 borgarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Fyrsta verkefnið lýtur að því að klára þurfi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með samgöngu- og þróunarásum fyrir borgarlínu. Annað verkefnið tekur mið af því að hefja þurfi skipulagsvinnu rammaskipulags fyrir borgarlínu í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri. Þriðja verkefnið felst í því að samhliða þessari vinnu verði áætlun og eftir atvikum skipulagsvinna unnin fyrir fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu með fram þróunarásum borgarlínu. Fjórða verkefnið lýtur að tillögum að reitum innan áhrifasvæðis borgarlínu þar sem unnið er sérstaklega með hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillöguna um borgarlínu ásamt greinargerð.Þurfi að hafa fólkið sjálft með í ráðum Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sagðist ekki vera mótfallin sjálfri hugmyndinni um borgarlínu en hefur ýmsar athugasemdir um þróunar-og uppbyggingarvinnu hennar. Hún segir að vinna þurfi náið með fólkinu sem á hverjum degi reiðir sig á almenningssamgöngur. Það sjálft viti manna best hvað þurfi að breyta og bæta til að auka notkun.Kristín Soffía segir að breytingar á almenningssamgöngum taki ávallt mið af sjálfum notendum þeirra.Vísir/stefánKristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafnaði þeirri hugmynd að verið væri að byggja upp kerfi fyrir aðra en sjálfa notendur. „Það er ekkert efra vald sem vill fá eitthvað kerfi sem gæti mögulega verði vont fyrir einhvern annan því þá fellur það um sjálft sig.“ Hún segir að eini tilgangur Strætó sé að efla almenningssamgöngur með því að hafa farþega ánægða og að fjölga notendum. „Það er engin ástæða til að, einhvern veginn, halda það að verið sé að byggja upp eitthvað kerfi sem sé ekki sniðið að þörfum notenda,“ segir Kristín Soffía. Sanna Magdalena ítrekaði þá skoðun sína ekki sé með fullnægjandi hætti leitast við að tala við notendur strætó. Hún vilji leggja sérstaka áherslu á það að fólkið sjálft sé með í ráðum þegar komi að uppbyggingu borgarlínu.Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir afstöðu flokksins til borgarlínu.SjálfstæðisflokkurinnBorgarlína sé upphafið að óvissuferð Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun og gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til tillögunnar. „Ekki með neinu móti er hægt að samþykkja þessa tillögu, enda er hún upphaf að óvissuferð. Auk þess er tillagan í mótsögn við annað sem hefur verið samþykkt hingað til,“ sagði Eyþór. Hann bætti við að ekki liggi fyrir hver eigi að standa að uppbyggingu á rekstri borgarlínu þó áður hafi verið talað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna. „Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat en ljóst er að tillagan kostar hundruð milljóna króna þó ekkert verði framkvæmt. Enn á að ráða millistjórnendur þrátt fyrir ábendingar um vaxandi bákn,“ sagði Eyþór. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela umhverfis-og skipulagssviði að ráðast í fjögur verkefni til að tryggja framgang borgarlínu var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9 en 2 borgarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Fyrsta verkefnið lýtur að því að klára þurfi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með samgöngu- og þróunarásum fyrir borgarlínu. Annað verkefnið tekur mið af því að hefja þurfi skipulagsvinnu rammaskipulags fyrir borgarlínu í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri. Þriðja verkefnið felst í því að samhliða þessari vinnu verði áætlun og eftir atvikum skipulagsvinna unnin fyrir fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu með fram þróunarásum borgarlínu. Fjórða verkefnið lýtur að tillögum að reitum innan áhrifasvæðis borgarlínu þar sem unnið er sérstaklega með hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillöguna um borgarlínu ásamt greinargerð.Þurfi að hafa fólkið sjálft með í ráðum Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sagðist ekki vera mótfallin sjálfri hugmyndinni um borgarlínu en hefur ýmsar athugasemdir um þróunar-og uppbyggingarvinnu hennar. Hún segir að vinna þurfi náið með fólkinu sem á hverjum degi reiðir sig á almenningssamgöngur. Það sjálft viti manna best hvað þurfi að breyta og bæta til að auka notkun.Kristín Soffía segir að breytingar á almenningssamgöngum taki ávallt mið af sjálfum notendum þeirra.Vísir/stefánKristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafnaði þeirri hugmynd að verið væri að byggja upp kerfi fyrir aðra en sjálfa notendur. „Það er ekkert efra vald sem vill fá eitthvað kerfi sem gæti mögulega verði vont fyrir einhvern annan því þá fellur það um sjálft sig.“ Hún segir að eini tilgangur Strætó sé að efla almenningssamgöngur með því að hafa farþega ánægða og að fjölga notendum. „Það er engin ástæða til að, einhvern veginn, halda það að verið sé að byggja upp eitthvað kerfi sem sé ekki sniðið að þörfum notenda,“ segir Kristín Soffía. Sanna Magdalena ítrekaði þá skoðun sína ekki sé með fullnægjandi hætti leitast við að tala við notendur strætó. Hún vilji leggja sérstaka áherslu á það að fólkið sjálft sé með í ráðum þegar komi að uppbyggingu borgarlínu.Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir afstöðu flokksins til borgarlínu.SjálfstæðisflokkurinnBorgarlína sé upphafið að óvissuferð Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun og gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til tillögunnar. „Ekki með neinu móti er hægt að samþykkja þessa tillögu, enda er hún upphaf að óvissuferð. Auk þess er tillagan í mótsögn við annað sem hefur verið samþykkt hingað til,“ sagði Eyþór. Hann bætti við að ekki liggi fyrir hver eigi að standa að uppbyggingu á rekstri borgarlínu þó áður hafi verið talað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna. „Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat en ljóst er að tillagan kostar hundruð milljóna króna þó ekkert verði framkvæmt. Enn á að ráða millistjórnendur þrátt fyrir ábendingar um vaxandi bákn,“ sagði Eyþór.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira