Vakti athygli á ofbeldi í garð innflytjenda og uppskar lófatak Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 15:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum. Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum.
Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08
Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent