Tvær launahækkanir og eingreiðslur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:15 Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur." Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur."
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira