Kanna grundvöll fyrir karlaframboði í vor Ingvar Þór Björnsson skrifar 22. apríl 2018 16:14 Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum. Vísir/GVA Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta kemur fram í innleggi sem Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður samtaka umgengnisforeldra, skrifar. „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnvægi,“ skrifar Gunnar.Segir varaformann Samfylkingarinnar taka þátt í skipulagðri aðför gegn feðrumÞá segir hann að Heiða Björg Hilmisdóttir hafi tekið þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum. „Í lokuðum hóp á Facebook tók varaformaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum sem tálmuð er umgengni og feðrahreyfingum,“ skrifar hann. Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum, feðrahreyfingum og baráttunni fyrir foreldrajafnrétti. „Nýtt stjórnmálaafl myndi einblína á réttindi feðra, barna þeirra og drengja í skólakerfinu. Nauðsynlegt er að komast á móts við drengi í grunnskólum þar sem þeir eiga undir högg að sækja. Einnig er nauðsynlegt að gera barnavernd faglegri með sérstakri áherslu á að stemma stigu við umgengnistálmunum og bæta réttaröryggi málsaðila.“Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklegaÞá talar hann fyrir því að félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklega með tilliti til framfærslu barna þeirra í gegnum umgengni. „Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg þrýsti á bætta innheimtuhætti hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga þannig að aukið tillit verði tekið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda. Þá hyggst hugsanlegt framboð einnig þrýsta á að innheimtur meðlaga færist alfarið til ríkisins þar sem meðlögin eru greidd út. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta kemur fram í innleggi sem Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður samtaka umgengnisforeldra, skrifar. „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnvægi,“ skrifar Gunnar.Segir varaformann Samfylkingarinnar taka þátt í skipulagðri aðför gegn feðrumÞá segir hann að Heiða Björg Hilmisdóttir hafi tekið þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum. „Í lokuðum hóp á Facebook tók varaformaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum sem tálmuð er umgengni og feðrahreyfingum,“ skrifar hann. Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum, feðrahreyfingum og baráttunni fyrir foreldrajafnrétti. „Nýtt stjórnmálaafl myndi einblína á réttindi feðra, barna þeirra og drengja í skólakerfinu. Nauðsynlegt er að komast á móts við drengi í grunnskólum þar sem þeir eiga undir högg að sækja. Einnig er nauðsynlegt að gera barnavernd faglegri með sérstakri áherslu á að stemma stigu við umgengnistálmunum og bæta réttaröryggi málsaðila.“Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklegaÞá talar hann fyrir því að félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklega með tilliti til framfærslu barna þeirra í gegnum umgengni. „Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg þrýsti á bætta innheimtuhætti hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga þannig að aukið tillit verði tekið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda. Þá hyggst hugsanlegt framboð einnig þrýsta á að innheimtur meðlaga færist alfarið til ríkisins þar sem meðlögin eru greidd út.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira