Keisaraskurður verður æ algengari Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2018 07:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira