Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu hjá City Park Hótel ehf. við Ármúla 5 í Reykjavík. Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.
Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum.
Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar við heimsókn eftirlitsins. Eins voru umferðarleiðir á milli hæða á verkstað ófullnægjandi og það sama átti við um veigamikil öryggisatriði á staðnum. Ástand rafmagnsmála á verkstað er einnig mjög hættulegt.
