Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Gissur Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2018 14:15 Starfsmenn Rarik að störfum í gærkvöldi. VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart. Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart.
Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39