Telur Reykjavíkurborg gefa ranga mynd af stöðu leikskólanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún. Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún.
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira