Telur Reykjavíkurborg gefa ranga mynd af stöðu leikskólanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira