Þrjú mörk frá hinum 27 ára gamla James Forrest tryggðu Skotlandi sæti í umspili um sæti á EM 2020 í gegnum Þjóðadeildina.
Skotar unnu 3-2 sigur á Ísrael í kvöld í úrslitaleik um toppsætið í riðli 1 í C-deildinni en með sigrinum hafa Skotar tryggt sér umspilssæti nái þeir ekki að tryggja sér sæti beint í gegnum undankeppnina sjálfa.
Serbía er einnig komið með umspilssæti eftir 4-1 sigur á Litháen í kvöld en á sama tíma í sama riðli vann Rúmeníu 1-0 sigur á Svartfjallalandi.
Gunnar Nielsen var í markinu hjá Færeyjum sem gerði 1-1 jafntefli við Möltu í D-deildinni. Mark Færeyja skoraði Rene Joensen, leikmaður Grindavík. Brandur Olsen, miðjumaður FH, spilaði einnig allan leikinn en Kaj Leó í Bartalsstovu kom inn á sem varamaður á 67. mínútu. Kaj gekk í raðir Vals á dögunum.
Úrslit dagsins í Þjóðadeildinni:
A-deild:
Portúgal - Pólland 1-1
B-deild:
Svíþjóð - Rússland 2-0
C-deild:
Skotland - Ísrael 3-2
Svartfjallaland - Rúmeníu 0-1
Serbía - Litháen 4-1
D-deild:
Kósóvó - Azerbaídsjan 4-0
Malta - Færeyjar 1-1
Skotland og Serbía í umspil | Öll úrslit kvöldsins
Anton Ingi Leifsson skrifar
