Forsætisráðherra býr líka yfir sögum í anda Me Too Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir vill tryggja heildstæða nálgun í málefnum er varða kynferðisofbeldi. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“ Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“
Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45