Bæjarfulltrúi óskar eftir svörum vegna brottrekstrar ungrar konu Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 12:16 Tillaga meirihlutans um sumaropnun leikskóla var samþykkt með 22 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar. Mosfellsbær Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar.
Mosfellsbær Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira