Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 11:07 Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer. Vísir/Getty Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018 Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018
Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29