Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 11:07 Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer. Vísir/Getty Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018 Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018
Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29