Ný virkjun gæti knúið fimm þúsund rafbíla Margrét Helga Erlingsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 7. október 2018 22:18 Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent