Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 19:30 Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10