Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 19:30 Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10