Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 10:39 Það verður hvassviðri og éljagangur á höfuðborgarsvæðinu á morgun og mjög slæmt veður víða um land samkvæmt veðurspám. vísir/hanna Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld. Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld.
Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32