Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:57 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54