Á um sjötíu ferðir í Selárdal 25. febrúar 2018 20:30 Gerhard hefur unnið ótaldar vinnustundir í Selárdal og sér ekki eftir því. Vísir/Vilhelm Unnið hefur verið að endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal í 20 ár. Margir hafa komið að því verki en enginn á þar viðlíka mörg handtök og myndhöggvarinn Gerhard König sem hefur lagt sál sína í listagarð á hjara veraldar. „Verkefnið í Selárdal hefur verið mér ástríða,“ segir Gerhard König myndhöggvari um endurbæturnar á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði, þar sem hann hefur varið óteljandi stundum síðustu tvo áratugina. Enn vantar lokahnykkinn til að hægt sé að opna íbúðarhús Samúels, Brautarholt, þannig að þar verði aðstaða fyrir gesti, veitingar og verslun. Nú hefur verið hafin söfnun á Karolina Fund til að fjármagna lokahnykkinn.Gerhard fræðir gesti í kirkjunni hans Samúels.Gerhard kveðst fyrst hafa komið í Selárdal sem ferðamaður árið 1997. Hvernig skyldi sú upplifun hafa verið? „Það fyrsta sem ég sá voru mikil listaverk kollega míns. Ég lofaði sjálfum mér því þennan dag að gera eitthvað fyrir hann og laga verkin því þau voru í mjög slæmu ástandi.“ Fyrsta skrefið segir hann hafa verið stigið árið 1998 þegar hann gerðist stofnfélagi Félags Listasafns Samúels Jónssonar ásamt öðrum. Svo hóf hann viðgerðirnar sama ár. „Ég byrjaði á fyrsta ljóninu við gosbrunninn,“ rifjar hann upp. Hér er Gerhard að mála kirkjuna.Yfirleitt var Gerhard einn á staðnum fyrstu árin, að eigin sögn, oft þrjár vikur í senn. Eftir 2006 kveðst hann líka hafa unnið þar með hópum, til dæmis erlendum námsmönnum. En hversu margar ferðir telur hann að hann hafi farið vestur? „Líklega um 70,“ er svarið. Inntur eftir aðbúnaðinum upplýsir Gerhard að fyrstu tvö árin hafi hann sofið í hjólhýsi en síðan inni í listahúsinu hans Samúels sem er lítið, óeinangrað hús á tveimur hæðum. „Ég útbjó þar einfalda svefn- og eldunaraðstöðu handa mér. Þegar ég vann með hópum, fundum við betri aðstöðu, til dæmis sumarbústaði að láni eða í gamla skólanum á Bíldudal.“ Ekki vill Gerhard giska á hversu mikið fé hann hafi lagt í verkefnið, ferðir og fæði, né tímann sem hann hefur varið í það. „Félagið hefur greitt mér útlagðan kostnað og sanngjarna þóknun,“ byrjar hann en bætir svo við: „Því miður hafði það ekki nægan pening síðustu tvö árin til þess að greiða mér jafn sanngjarna þóknun og áður. Auðvitað hef ég eytt hundruðum klukkustunda í þetta verkefni, mjög miklum tíma og er afar ánægður með það!“Búið er að endurbæta íbúðarhúsið að utan en fé vantar til innanhússframkvæmda.Góðu fréttirnar segir Gerhard að öllum listaverkum Samúels hafi verið bjargað, bæði öllum styttunum og sjálfu listasafninu. „Það sem við erum að vinna að núna er íbúðarhúsið og kirkjan. Þeim verkum er ekki lokið. Mikilvægast var að forða listaverkunum frá skemmdum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni getið verið þarna menningarmiðstöð og vil vinna þeirri hugmynd brautargengi. Er mjög spenntur fyrir því. Það krefst margra fúsra vinnuhanda! Svo það verður að vera hópur á bak við slíkt og auðvitað þarf fjármagn. Þannig er þetta bara.“Alþýðuminjar sem eiga enga sína líka Þegar byggð var sem blómlegust í Selárdal voru þar yfir 30 bæir og um 200 íbúar. Síðasti ábúandinn lést 2010 en ýmsir sem eiga rætur í dalnum leita þangað yfir sumarið. Meðal þeirra er Sólveig Ólafsdóttir, fyrrverandi fréttamaður. Afi hennar, Hannibal Valdimarsson ráðherra, tók jörðina Selárdal á leigu um það leyti sem hún fæddist og hún fór þangað fyrst níu mánaða gömul. „Ég var fyrir vestan á hverju sumri þar til ég var rúmlega tvítug, því pabbi tók við jörðinni þegar ég var 12 ára. Við vorum átta frændsystkinin, þar af fjögur á sama aldri, og dalurinn allur var leikvöllur okkar, þar á meðal Brautarholt, bærinn hans Samúels, kirkjan, listahúsið og höggmyndagarðurinn sem var eins og ævintýraveröld. Við eignuðum okkur ljónin, höfðum þau fyrir reiðskjóta og hvöttum þau áfram. En þegar félagið um Listasafn Samúels var stofnað fyrir 20 árum höfðu náttúruöflin leikið þessar gersemar grátt. Ljónin voru mörg fallin niður og miklar steypuskemmdir voru í öllum húsunum,“ segir Sólveig sem nú er stjórnarmaður í félaginu.Systurnar Kristín og Sólveig Ólafsdætur þeysa um á ljónunum.Hún segir Gerhard König eiga langstærsta þáttinn í endurbótunum. „Gerhard þurfti að steypa nýjar undirstöður og fann mót sem Samúel hafði notað en sumt varð hann samt að gera frá grunni og gætti þess að hafa allt eins upprunalegt og mögulegt var, eins og gert er í forvörslu í minjavernd. Hann ver þarna öllum sínum frítíma og lætur ekki óupphituð hús aftra sér frá því að dvelja. Þegar ég var fyrir vestan í lok október síðast var hann þar að ganga frá hlutum.“ Sólveig segir mikið liggja eftir Samúel af málverkum og öðrum listmunum. Sýnishorn af þeim hafi verið í kirkjunni síðustu ár en þar sé um eftirprentanir og -líkingar að ræða. „Kirkjan heldur varla vatni og vindum og ekki er ráðlegt að vera þar með frumverkin en það verður möguleiki í listahúsinu þegar hægt verður að hita það upp.“Íbúðarhúsið var illa farið.Hingað til hafa endurbætur á staðnum verið unnar í sjálfboðavinnu að langmestu leyti, að sögn Sólveigar. „Við sem erum í endurreisnarfélaginu ákváðum að nota tvítugsafmæli þess til að hrinda af stað söfnun svo hægt sé að ljúka verkinu. Það er upplifun fyrir ferðamenn, bæði íslenska og erlenda, að koma í Selárdal, þar eru alþýðuminjar sem eiga enga sína líka á landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Unnið hefur verið að endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal í 20 ár. Margir hafa komið að því verki en enginn á þar viðlíka mörg handtök og myndhöggvarinn Gerhard König sem hefur lagt sál sína í listagarð á hjara veraldar. „Verkefnið í Selárdal hefur verið mér ástríða,“ segir Gerhard König myndhöggvari um endurbæturnar á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði, þar sem hann hefur varið óteljandi stundum síðustu tvo áratugina. Enn vantar lokahnykkinn til að hægt sé að opna íbúðarhús Samúels, Brautarholt, þannig að þar verði aðstaða fyrir gesti, veitingar og verslun. Nú hefur verið hafin söfnun á Karolina Fund til að fjármagna lokahnykkinn.Gerhard fræðir gesti í kirkjunni hans Samúels.Gerhard kveðst fyrst hafa komið í Selárdal sem ferðamaður árið 1997. Hvernig skyldi sú upplifun hafa verið? „Það fyrsta sem ég sá voru mikil listaverk kollega míns. Ég lofaði sjálfum mér því þennan dag að gera eitthvað fyrir hann og laga verkin því þau voru í mjög slæmu ástandi.“ Fyrsta skrefið segir hann hafa verið stigið árið 1998 þegar hann gerðist stofnfélagi Félags Listasafns Samúels Jónssonar ásamt öðrum. Svo hóf hann viðgerðirnar sama ár. „Ég byrjaði á fyrsta ljóninu við gosbrunninn,“ rifjar hann upp. Hér er Gerhard að mála kirkjuna.Yfirleitt var Gerhard einn á staðnum fyrstu árin, að eigin sögn, oft þrjár vikur í senn. Eftir 2006 kveðst hann líka hafa unnið þar með hópum, til dæmis erlendum námsmönnum. En hversu margar ferðir telur hann að hann hafi farið vestur? „Líklega um 70,“ er svarið. Inntur eftir aðbúnaðinum upplýsir Gerhard að fyrstu tvö árin hafi hann sofið í hjólhýsi en síðan inni í listahúsinu hans Samúels sem er lítið, óeinangrað hús á tveimur hæðum. „Ég útbjó þar einfalda svefn- og eldunaraðstöðu handa mér. Þegar ég vann með hópum, fundum við betri aðstöðu, til dæmis sumarbústaði að láni eða í gamla skólanum á Bíldudal.“ Ekki vill Gerhard giska á hversu mikið fé hann hafi lagt í verkefnið, ferðir og fæði, né tímann sem hann hefur varið í það. „Félagið hefur greitt mér útlagðan kostnað og sanngjarna þóknun,“ byrjar hann en bætir svo við: „Því miður hafði það ekki nægan pening síðustu tvö árin til þess að greiða mér jafn sanngjarna þóknun og áður. Auðvitað hef ég eytt hundruðum klukkustunda í þetta verkefni, mjög miklum tíma og er afar ánægður með það!“Búið er að endurbæta íbúðarhúsið að utan en fé vantar til innanhússframkvæmda.Góðu fréttirnar segir Gerhard að öllum listaverkum Samúels hafi verið bjargað, bæði öllum styttunum og sjálfu listasafninu. „Það sem við erum að vinna að núna er íbúðarhúsið og kirkjan. Þeim verkum er ekki lokið. Mikilvægast var að forða listaverkunum frá skemmdum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni getið verið þarna menningarmiðstöð og vil vinna þeirri hugmynd brautargengi. Er mjög spenntur fyrir því. Það krefst margra fúsra vinnuhanda! Svo það verður að vera hópur á bak við slíkt og auðvitað þarf fjármagn. Þannig er þetta bara.“Alþýðuminjar sem eiga enga sína líka Þegar byggð var sem blómlegust í Selárdal voru þar yfir 30 bæir og um 200 íbúar. Síðasti ábúandinn lést 2010 en ýmsir sem eiga rætur í dalnum leita þangað yfir sumarið. Meðal þeirra er Sólveig Ólafsdóttir, fyrrverandi fréttamaður. Afi hennar, Hannibal Valdimarsson ráðherra, tók jörðina Selárdal á leigu um það leyti sem hún fæddist og hún fór þangað fyrst níu mánaða gömul. „Ég var fyrir vestan á hverju sumri þar til ég var rúmlega tvítug, því pabbi tók við jörðinni þegar ég var 12 ára. Við vorum átta frændsystkinin, þar af fjögur á sama aldri, og dalurinn allur var leikvöllur okkar, þar á meðal Brautarholt, bærinn hans Samúels, kirkjan, listahúsið og höggmyndagarðurinn sem var eins og ævintýraveröld. Við eignuðum okkur ljónin, höfðum þau fyrir reiðskjóta og hvöttum þau áfram. En þegar félagið um Listasafn Samúels var stofnað fyrir 20 árum höfðu náttúruöflin leikið þessar gersemar grátt. Ljónin voru mörg fallin niður og miklar steypuskemmdir voru í öllum húsunum,“ segir Sólveig sem nú er stjórnarmaður í félaginu.Systurnar Kristín og Sólveig Ólafsdætur þeysa um á ljónunum.Hún segir Gerhard König eiga langstærsta þáttinn í endurbótunum. „Gerhard þurfti að steypa nýjar undirstöður og fann mót sem Samúel hafði notað en sumt varð hann samt að gera frá grunni og gætti þess að hafa allt eins upprunalegt og mögulegt var, eins og gert er í forvörslu í minjavernd. Hann ver þarna öllum sínum frítíma og lætur ekki óupphituð hús aftra sér frá því að dvelja. Þegar ég var fyrir vestan í lok október síðast var hann þar að ganga frá hlutum.“ Sólveig segir mikið liggja eftir Samúel af málverkum og öðrum listmunum. Sýnishorn af þeim hafi verið í kirkjunni síðustu ár en þar sé um eftirprentanir og -líkingar að ræða. „Kirkjan heldur varla vatni og vindum og ekki er ráðlegt að vera þar með frumverkin en það verður möguleiki í listahúsinu þegar hægt verður að hita það upp.“Íbúðarhúsið var illa farið.Hingað til hafa endurbætur á staðnum verið unnar í sjálfboðavinnu að langmestu leyti, að sögn Sólveigar. „Við sem erum í endurreisnarfélaginu ákváðum að nota tvítugsafmæli þess til að hrinda af stað söfnun svo hægt sé að ljúka verkinu. Það er upplifun fyrir ferðamenn, bæði íslenska og erlenda, að koma í Selárdal, þar eru alþýðuminjar sem eiga enga sína líka á landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira